Fara í efni

Bæjarráð

20. fundur 27. mars 2019 kl. 15:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Tímasett verkefnaáætlun.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að hefja undirbúning að ráðningu deildarstjóra fræðsluþjónustu og vinna að framgangi mála skv. minnisblaðinu, m.a. að samstarfi við Sveitarfélagið Voga.

2.Leikskólamál

1901013

Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:
Minnisblaðið og tillögurnar lagðar fram og ræddar. Afgreiðslu málsins frestað.

3.Fjölskyldusvið - þjónustuver

1901115

Minnisblað og tillaga frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:
Samþykkt að ráða tímabundið í 65% stöðu þjónustufulltrúa á fjölskyldusviði í eitt ár. Bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka fyrir bæjarráð.

4.Íþróttamiðstöð Sandgerðis, tillaga að breytingum á húsnæði

1902087

Minnisblað - breytingar á íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.
Afgreiðsla:
Bæjarráð telur rétt að hönnun og undirbúningur breytinganna fari fram á árinu 2019 en afstaða til framkvæmdanna verði tekin við vinnslu fjárhagsáætlunar 2020.

Samþykkt að vísa málinu til úrvinnslu hjá skipulags-og umhverfissviði og til kynningar hjá Íþrótta-og tómstundaráði.

5.Íþróttamiðstöðvar 2019

1901050

Minnisblað um opnun sundlauga í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Samþykkt að framkvæma tillögu forstöðumanns íþróttamiðstöðva sem fram kemur í minnisblaðinu. Samþykkt að vísa málinu til kynningar í íþrótta-og tómstundaráði.

6.Gjaldskrá Suðurnesjabæjar 2019

1812098

Minnisblað vegna frístundastyrkja.
Afgreiðsla:

Samþykkt að aldursmörk vegna frístundastyrks verði samkvæmt tillögu bæjarstjóra. Málinu vísað til kynningar í íþrótta-og tómstundaráði.

7.Ársreikningur 2018

1903077

Afgreiðsla:

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í sambandi við Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti um afgreiðslu og skil á ársreikningi 2018.

8.Hjallastefnan - uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

1902024

Erindi frá Brú lífeyrissjóði dags. 29. janúar 2019.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela fjármálastjóra að kalla eftir frekari upplýsingum varðandi málið áður en afstaða verður tekin.

9.Fjármál og rekstur almennt

1903030

Kjör innlána, minnisblað frá fjármálastjóra.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að fara þær leiðir sem lagðar eru fram í minnisblaði frá fjármálastjóra.

10.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Viðauki 3 - Þekkingarsetur.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðaukann.

11.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Drög að reglum.
Afgreiðsla:
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að reglum.

12.Jöfnunarsjóður - skert framlag

1903060

Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags. 18. mars 2019.
Afgreiðsla:
Bæjarráð Suðurnesjabæjar vísar til bókunar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15. mars 2019 um málið og tekur undir hana. Bæjarráð gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð sem ríkið viðhefur í þessu máli og allt of oft gagnvart sveitarfélögum varðandi fjárhagsleg samskipti þessara tveggja stórnsýslustiga. Bæjarráð hvetur til eðlilegs samráðs og viðræðna ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þetta mál sem og öll önnur sem varða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við ráðuneyti og Jöfnunarsjóð varðandi framlög til Suðurnesjabæjar vegna sameiningar sveitarfélaganna.

13.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga- fjárfesting og eftirlit með framvindu 2019

1903062

Erindi frá EFS dags. 18. mars 2019.
Afgeiðsla:

Lagt fram til kynningar.

14.Blái herinn: hreinsun

1806193

Drög að samningi við Bláa herinn.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn með áorðnum breytingum enda er gert ráð fyrir kostnaði við hann í fjárhagsáætlun ársins.

15.Heiðarland norður

1806174

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur fram minnisblað og óskar eftir heimild bæjarráðs til kaupa á hlut í landinu skv. tillögu.
Afgreiðsla:
Minnisblaðið lagt fram en afgreiðslu málsins frestað. Málinu vísað til framkvæmda- og skipulagsráðs til kynningar.

16.Landamál - Sandgerðisjörð, eignarhald

1903072

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur fram minnisblað með tillögu um skiptingu lóða í blönduðu eignarhaldi milli Suðurnesjabæjar annars vegar og Fiskiðjunar/Garðs ehf. hins vegar.
Afgreiðsla:
Minnisblaðið lagt fram en afgreiðslu málsins frestað. Málinu vísað til framkvæmda- og skipulagsráðs til kynningar.

17.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Frv til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptanets, 639. mál.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

18.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga - fundarboð

1903049

Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 29. mars 2019.
Afgreiðsla:
Fundarboð lagt fram og samþykkt að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

19.Fundarboð sambandsfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

1903078

Sambandsfundur SSS 5. apríl 2019 í Park Inn í Reykjanesbæ.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

20.Taramarhluthafafundur 2019

1903063

Hluthafafundur 21. mars 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

21.Landsskipulagsstefna

1903050

Boð á kynningarfund.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?