Fara í efni

Bæjarráð

95. fundur 27. apríl 2022 kl. 16:00 - 16:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Suðurnesjadeild Rauða krossins - Frú Ragnheiður - styrkbeiðni

2204058

Erindi dags. 13.04.2022.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000 til kaupa á bifreið fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum.

2.Suðurnesjabær - afskriftir

2001084

Minnisblað frá fjármálastjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að afskrifa gamlar innheimtukröfur vegna árangurslausra innheimtuaðgerða að fjárhæð kr. 4.303.739, sem færist af niðurfærslurreikningi.

3.Íþróttamannvirki

1901070

Minnisblað frá starfshópi um uppbyggingu gervigrasvallar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Erindi með boði um forkaupsrétt Suðurnesjabæjar á fiskiskipinu Sara GK-86, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær fellur frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Sara GK-86, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks.

5.Fráveita - viðhald

2204082

Minnisblað frá skipulags-og umhverfissviði um framkvæmdir við fráveitu.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita heimild til framkvæmda við fráveitu við Skagabraut í Garði og í Túngötu í Sandgerði, samkvæmt tillögu í minnisblaði. Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun verði lögð fyrir bæjarráð ásamt kostnaðaráætlun.

6.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá samningi við Mílu um uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifibýli Suðurnesjabæjar, sbr. minnisblað.


Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni síðunnar?