Fara í efni

Bæjarráð

94. fundur 13. apríl 2022 kl. 07:30 - 08:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Viðauki 1, Náttúrustofa Suðvesturlands.
Samþykkt samhljóða að vísa viðauka nr 1 til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ

2010066

Minnisblað frá bæjarstjóra af fundi með heilbrigðisráðherra dags. 30.03.2022 um heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð lýsir ánægju með fundinn og þakkar heilbrigðisráðherra fyrir jákvæð viðbrögð. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

3.Bjarg Húsnæði stofnframlag

1806474

Minnisblað frá bæjarstjóra varðandi áform Bjargs leigufélags um uppbyggingu leiguíbúða í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð þakkar minnisblaðið og leggur áherslu á ósk um að fulltrúar Bjargs leigufélags fundi með Suðurnesjabæ um áform um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu.

4.Samstarfshópur um samfélagsrannsóknir

2011075

Lokaeintak nýsköpunaráætlunar og skipurits lagt fram til kynningar.
Lagt fram.

5.Íslandsdeildar Transparency International - ósk um styrk

2203106

Erindi dags. 22.03.2022 frá Íslandsdeild Transparency International, ósk um styrk.
Samþykkt að hafna erindinu.

6.Hefjum störf átak í ráðningarstyrkjum

2103140

Minnisblað frá fjármálastjóra, yfirlit yfir vinnumarkaðsúrræði á árinu 2021.
Lagt fram.

7.Viðbragðsáætlun vegna umsókna um alþjóðavernd

2202106

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt samhljóða að veita heimild til ráðningar á sumarstarfsmanni vegna álags á starfsfólk fjölskyldusviðs við móttöku vegalausra barna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eins og óskað er eftir í minnisblaðinu.

8.Rekstraryfirlit 2022

2204043

Rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - mars 2022.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?