Fara í efni

Bæjarráð

93. fundur 23. mars 2022 kl. 16:00 - 16:55 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2021

2201078

Drög af ársreikningi Suðurnesjabæjar 2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa ársreikningi 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Viðbragðsáætlun vegna umsókna um alþjóðavernd

2202106

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Íþróttamiðstöðin í Garði - Ósk um viðauka vegna endurnýjunar stýribúnaðar

2203058

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumanni íþróttahúsa vegna íþróttamiðstöðvarinnar í Garði.
Samþykkt samhljóða að samþykkja beiðni um viðauka vegna endurnýjunar á stýribúnaði við íþróttamiðstöðina í Garði.

4.Almenningssamgöngur í Suðurnesjabæ

2203012

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Suðurnesjabær hefur hingað til greitt niður 80% fargjalds í strætó fyrir ungmenni, aldraða og öryrkja með því að selja strætómiða í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins. Vegna breytinga hjá Strætó þar sem sölu strætómiða hefur verið hætt, hafa starfsmenn sveitarfélagsins lagt sig fram í að finna leiðir til að geta haldið þeim afslætti sem sveitarfélagið hefur veitt, þó svo miðasala einstakra miða hætti. Suðurnesjabær mun leita eftir samtali við Vegagerðina og Strætó vegna frekari þróunar strætóapps og þjónustuleiða. Þangað til verður hægt að fá endurgreitt 80% af keyptum miðum gegn framsali kvittana fyrir greiðslu eða kaupa fargjöld í íþróttamiðstöðvum og fá senda miða í strætóappið í síma kaupanda. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu Suðurnesjabæjar.

5.Umsókn um leyfi til reksturs - A Veitingahús - El Faro ehf., Norðurljósavegi 2

2203034

Umsókn um leyfi til reksturs veitingahúss.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að El Faro ehf. fái leyfi til reksturs veitingahúss í flokki A vegna rekstur veitingahúss við Norðurljósaveg 2 í Suðurnesjabæ.

6.Bláa Lónið aðalfundarboð 2022

2203077

Boð vegna aðalfundar Bláa lónsins sem fram fer þriðjudaginn 5. apríl kl.12.00.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Getum við bætt efni síðunnar?