Fara í efni

Bæjarráð

19. fundur 13. mars 2019 kl. 15:00 - 17:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjármál og rekstur almennt

1903030

Kynning á ávöxtunar- og þjónustuleiðum. Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu við fjármálastýringu sem er í gangi. Bæjarstjóra og fjármálastjóra er falið að móta minnisblað um ávöxtunarleiðir sem lagt verður fyrir næsta fund bæjarráðs.

2.Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum

1903015

Afgreiðsla:
Sviðsstjóra falið að skrifa umsögn um tillöguna og skila fyrir 19. mars n.k.

3.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Útskálasókn.
Afgreiðsla:

Erindi samþykkt með vísan í samþykkt bæjarráðs vegna sambærilegra erinda á 18. fundi ráðsins 27.02.2019.

4.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Afgreiðsla:

Bæjarráð tekur undir tillögur íþrótta- og tómstundaráðs um breytingar á samningi við Gólfklúbb Sandgerðis og íþrótta og tómstundafulltrúa falið að fullklára samninginn. Samningum vísað með áðurnefndum breytingum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

5.Íþróttamiðstöðvar 2019

1901050

Sumaropnun íþróttamiðstöðva.
Afgreiðsla:

Bæjarráð óskar eftir kostnaðargreiningu vegna samræmingar í opnunartíma íþróttamiðstöðva og að minnisblað þess efnis verði lagt fyrir næsta fund bæjarráðs.

6.Sameining staða verkefna

1809074

Minnisblað um stöðu verkefna.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram.

7.Málþing og ráðstefnur

1903032

Málþing um loftslagsmál.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni síðunnar?