Fara í efni

Bæjarráð

91. fundur 23. febrúar 2022 kl. 16:00 - 16:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Einar Jón Pálsson, sat fundinn í fjarveru Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur.

1.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Erindi dags. 03.02.2022 frá Knattspyrnudeild Reynis, umsókn um tækifærisleyfi vegna konukvölds og herrakvölds 11.03.2022 til 13.03.2022 í Samkomuhúsinu í Sandgerði.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið tækifærisleyfi verði veitt.

2.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Lionsklúbbi Sandgerðis dags. 14.02.2022.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Lionsklúbbi Sandgerðis styrk að fjárhæð kr. 32.008 til greiðslu fasteignaskatts. Fjárheimild er í fjárhagsáætlun 2022.

3.HS Veitur - fundarboð aðalfundar 2022

2202042

Boð á aðalfund dags. 10.03.2022, ásamt tillögu stjórnar um kaup á eigin hlutabréfum.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Einar Jón Pálsson fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

4.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Erindi með boði um forkaupsrétt Suðurnesjabæjar á fiskiskipinu Guðrúnu GK47, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Guðrúnu GK-47, sem verður selt úr sveitarfélaginu án aflaheimilda og án aflamarks.

5.Blaðið Skiphóll ósk um styrk

1809090

Erindi frá Guðmundi Magnússyni fh. Steinboga ehf dags. 09.02.2022.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að hafna ósk um útgáfustyrk til páskaútgáfu Skiphóls.

6.Íþróttamannvirki

1901070

Minnisblað frá starfshópi um uppbyggingu gervigrasvallar
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Minnisblað.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Braga Guðmundsson ehf um framkvæmdina á grundvelli frávikstilboðs, sbr. valkostur 1 í minnisblaði sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs frá 90. fundi bæjarráðs dags. 09.02.2022.

8.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga-eftirlit á árinu 2022

2202084

Erindi dags. 21.02.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

a) 55. fundur aðgerðastjórnar Suðurnesjabæjar dags. 18.02.2022.
b) 56. fundur aðgerðastjórnar Suðurnesjabæjar dags. 21.02.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni síðunnar?