Fara í efni

Bæjarráð

90. fundur 09. febrúar 2022 kl. 16:00 - 17:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Yfirferð um undirbúning framkvæmda við nýjan leikskóla.
Afgreiðsla:

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir undirbúning framkvæmda við nýjan leikskóla. Samþykkt samhljóða að fela sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs að láta vinna út frá valkosti 1 í minnisblaði sviðsstjóra, á grundvelli frávikstilboðs.

2.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

a)Erindi frá Kiwanisklúbbnum Hof dags. 28.01.2022.
b)Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja dags. 31.01.2022.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Kiwaniskklúbbnum Hof styrk að fjárhæð kr. 421.080 og Golfklúbbi Suðurnesja styrk að fjárhæð kr. 175.440 til greiðslu fasteignagjalda. Fjárheimildir eru í fjárhagsáætlun 2022.

3.Samstarfshópur um samfélagsrannsóknir og velferðarnet

2011075

Minnisblað starfshópi um Velferðarnet Suðurnesja - sterk framlína. Beiðni um umsögn á nýsköpunaráætlun um þróun velferðarþjónustu á Suðurnesjum 2022: Velferðarnet Suðurnesja - sterk framlína.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju með störf starfshópsins og þá nýsköpunaráætlun sem kynnt er í minnisblaðinu. Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir áætluninni og að verkefnastjóri starfi áfram eins og starfshópurinn leggur til.

4.Könnun á viðhorfi íbúa

1910006

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ásamt fylgigögnum, um niðurstöður árlegrar könnunar á vegum Gallup um viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins og búsetu.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju með niðurstöður könnunarinnar. Almennt eru íbúar ánægðir með búsetu í Suðurnesjabæ og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Ánægja eykst frá fyrri könnun meðal annars um menningarmál, þjónustu við aldraða og barnafjölskyldur. Þá er Suðurnesjabær í efsta sæti í samanburði við önnur sveitarfélög í könnuninni varðandi úrlausnir starfsfólks á erindum sem berast frá íbúum.

5.Leikskóli, bygging og rekstur - Mat á áhrifum á fjárhag

2201066

Álitsgerð frá HLH Ráðgjöf dags. 04.02.2022, mat á fjárhag sveitarfélagsins vegna meiriháttar fjárfestinga sbr. ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga.
Afgreiðsla:

Í álitsgerðinni kemur fram að Suðurnesjabær er vel í stakk búinn til að ráðast í byggingu og rekstur nýs leikskóla. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé sterk og að Suðurnesjabær muni standast fjármálareglur sveitarstjórnarlaga vegna fjárfestinga og reksturs leikskólans.

6.Húsnæðisáætlun

2109054

Rafræn húsnæðisáætlun Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta stafræna húsnæðisáætlun Suðurnesjabæjar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?