Fara í efni

Bæjarráð

89. fundur 26. janúar 2022 kl. 16:00 - 17:00 sem fjarfundur á Teams
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Minnisblað um niðurstöður útboðs. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt að fela sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs að greina tilboð sem bárust og leggja upp tillögu um næstu skref í verkefninu.

2.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Erindi frá Alþingi, til umsagnar frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.
Undirbúningur að uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir á annan áratug og ennþá er ekki komin niðurstaða um hvernig línan verði lögð. Núverandi staða málsins er algerlega óviðunandi. Það er fyrir löngu orðið mjög aðkallandi að auka afhendingaröryggi raforku til Suðurnesjabæjar, sem og til að mæta eftirspurn og þörf fyrir aukna raforku bæði vegna mikillar fjölgunar íbúa og uppbyggingar atvinnulífs í sveitarfélaginu. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að það er brýnt og aðkallandi að fá niðurstöðu varðandi uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 og að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Bæjarráð gerir þá kröfu að allir viðkomandi aðilar að leggi sitt af mörkum til lausnar málsins, hvort sem það á við um viðkomandi sveitarfélög, Landsnet eða stjórnvöld sem málið varðar, stofnanir ríkisins, ráðuneyti og Alþingi.

3.Blái herinn - beiðni um styrk

2201030

Erindi frá Bláa hernum dags. 10. janúar 2022.
Samþykkt samhljóða að gerður verði samstarfssamningur um umhverfisverkefni við Bláa herinn .

4.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

54. fundur aðgerðastjórnar Suðurnesjabæjar dags. 14.01.2022.
Lagt fram.
Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?