Fara í efni

Bæjarráð

88. fundur 12. janúar 2022 kl. 16:00 - 16:40 sem fjarfundur á Teams
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ

2010066

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með nýjum heilbrigðisráðherra um þjónustu heilsugæslu í Suðurnesjabæ.

2.Íþróttamannvirki - Gervigrasvöllur í Suðurnesjabæ

1901070

Minnisblað frá bæjarstjóra, sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs og deildarstjóra umhverfismála.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra, ásamt sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs og deildarstjóra umhverfismála, að láta taka saman gögn og upplýsingar um þá kosti sem helst koma til greina varðandi staðsetningu á gervigrasvelli í Suðurnesjabæ. Þeir kostir sem verði skoðaðir er m.a. yfirlögn gervigrass á keppnisvöll í Sandgerði, uppbygging á gervigrasvelli á svæði gamla malarvallar í Garði og á óskilgreindu svæði milli byggðarlaganna Garðs og Sandgerðis. Settur verði fram samanburður á þeim kostum, m.a. er varðar útfærslur, áætlaðan stofnkostnað og annað sem þarf að liggja fyrir við samanburð þessara kosta. Einnig verði unnin greining á rekstrarkostnaði gervigrasvallar og skoðaðir kostir þess að halda úti og reka frístundabíl til að flytja börn milli byggðarlaganna vegna æfinga o.þ.h.

Samþykkt samhljóða að veita heimild til að leitað verði ráðgjafar hjá utanaðkomandi ráðgjöfum um gögn og upplýsingar sem þarf fyrir verkefnið. Valkostagreining verði lögð fyrir bæjarráð, ásamt tillögum um frekari framgang verkefnisins.

3.Norræna félagið í Suðurnesjabæ - Beiðni um styrk

2112071

Erindi dags. 21.12.2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Norræna félaginu í Suðurnesjabæ styrk að fjárhæð kr. 75.000.

4.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - 10-11 Flugstöð Leifs Eiríkssonar

2112082

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II fyrir 10-11, Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

5.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Suðurgata 2-4

2201001

Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Suðurgata 2-4 fyrir Engin ljón í veginum ehf.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

6.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - Heiðartún 1

2201013

Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - Heiðartún 1 fyrir Lukka ehf.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

7.Skrá yfir störf sem verkfall nær ekki til

2110071

Tillaga um auglýsingu um störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild.
Afgreiðsla:

Tillagan samþykkt samhljóða.

8.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

a) 51. fundur aðgerðastjórnar dags. 22.12.2021.
b) 52. fundur aðgerðastjórnar dags. 29.12.2021.
c) 53. fundur aðgerðastjórnar dags. 07.01.2022.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni síðunnar?