Fara í efni

Bæjarráð

18. fundur 27. febrúar 2019 kl. 15:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

a) Minnisblað bæjarstjóra.
b) Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja og Knattspyrnufélaginu Víði.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita félagasamtökun styrki til greiðslu allra álagðra fasteignagjalda.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna verklagsreglur um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda og leggja tillögu þar um fyrir bæjarráð.



2.Starfsmannamál - almennt

1811032

Tillaga að verklagsreglum um gjafir, kveðjur og árshátíð starfsmanna.
Afgreiðsla:

Tillaga að verklagsreglum um gjafir, kveðjur og árshátíð starfsmanna samþykktar.

3.Persónuverndarstefna Suðurnesjabæjar

1809116

Drög að persónuverndarstefnu Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta persónuverndarstefnu Suðurnesjabæjar, sbr fyrirliggjandi drög.

4.Þekkingarsetur Suðurnesja

1902052

Erindi dags 01.02.2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita styrk í samræmi við erindið að hámarki 2.4 milljónir. Bæjarráð leggur áherslu á að samkomulag vegna reksturs og umsjónar sýningarinnar Heimskautin heilla verði klárað hið fyrsta.

5.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum

1806442

Drög að viðauka við samning um ráðgjöf.
Afgreiðsla:

Viðauki við samning lagður fram til staðfestingar. Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn.

6.Gerðaskóli - húsnæðismál

1809079

a) Minnisblað bæjarstjóra.
b) Erindi frá stjórnendum Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Samþykkt að skipaður verði stýrihópur sem fái það verkefni að láta vinna þarfagreiningu um húsnæðisþörf Gerðaskóla og mat á lýðfræðilegum þáttum, svo sem um þróun fjölda nemenda við skólann. Stýrihópinn skipi formaður bæjarráðs, bæjarstjóri og skólastjóri Gerðaskóla. Stýrihópurinn skili skýrslu til bæjarráðs fyrir lok maí 2019.

7.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Tillaga um viðauka 2, framkvæmdaáætlun.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðauka nr. 2.

8.Umboð

1902069

Tillaga um umboð til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að staðfesta umboð til handa sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til undirritunar skjala fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

9.Suðurnesjabær - hátíðir og viðburðir

1902070

Minnisblað bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela Ferða-, safna-og menningarráði að fjalla um og gera tillögur um fyrirkomulag bæjarhátíða í sveitarfélaginu eftir árið 2019, einnig um fyrirkomulag áramótabrenna. Tillögur berist bæjarráði eigi síðar en fyrir lok ágúst 2019.
Samþykkt að fela bæjarstjóra í samráði við mannauðsstjóra og starfsfólk að gera tillögu um árlegan fögnuð starfsmanna eftir árið 2019. Tillaga berist bæjarráði eigi síðar en fyrir lok ágúst 2019.

10.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Drög að frumvarpi til breytinga á barnalögum nr. 76/2003 og fleiri lögum (skipt búseta og meðlag)
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Síminn Samningar um Símavist og fjarskiptaþjónustu

1807087

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

12.HS Veitur - aðalfundarboð

1902080

Boð á aðalfund HS Veitna þann 27. mars 2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að Haraldur Helgason bæjarfulltrúi sæki fundinn sem fulltrúi Suðurnesjabæjar.
Samþykkt að bæjarráð setji sig ekki upp á móti tillögu sem liggur fyrir aðalfundinum varðandi kaup á eigin hlutabréfum félagsins.

13.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

a) Drög að samstarfssamningi við Golfklúbb Sandgerðis.
b) Drög að samstarfssamningi við Íþróttafélagið Nes.
c) Drög að samstarfssamningi við Knattspyrnufélagið Víðir.
d) Drög að samstarfssamningi við Knattspyrnufélagið Reynir.
e) Drög að samstarfssamningi við Körfuknattleiksdeild KSF.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa drögum að samningum til umfjöllunar í Íþrótta- og tómstundaráði. Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

14.Sólseturshátíð 2019

1902082

Samstarfssamningur við Knattspyrnufélagið Víðir um framkvæmd Sólseturshátíðar 2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn. Framlag sveitarfélagsins til hátíðarinnar er í samræmi við fjárhagsáætlun 2019. Samningnum vísað til kynningar hjá Ferð-, safna- og menningarráði.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?