Bæjarráð
Dagskrá
1.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir
2109077
2.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu
2002031
Fjárfestingar yfirlit janúar - september 2021.
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
3.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar
2102089
Viðauki 11 vegna Byggðasafns.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn.
4.Lánasjóður sveitarfélaga - lánssamningar
2006044
Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 150 mkr.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að skrifa undir lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 150 mkr. sem er samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2021.
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að skrifa undir lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 150 mkr. sem er samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2021.
5.Suðurnesjabær - Eignir sveitarfélagsins
1811009
Yfirlit yfir eignir Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar fyrir framlagðan lista og samþykkir að fela bæjarstjóra að láta vinna tillögur um nýtingu eða mögulega sölu fasteigna í eigu sveitarfélagsins.
Bæjarráð þakkar fyrir framlagðan lista og samþykkir að fela bæjarstjóra að láta vinna tillögur um nýtingu eða mögulega sölu fasteigna í eigu sveitarfélagsins.
6.Úrgangsmeðhöndlun - tilnefning í starfshóp
2112065
Erindi frá stjórn SSS um skipan starfshóps.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að skipa Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóra á umhverfis-og skipulagssviði fulltrúa Suðurnesjabæjar í starfshópi sem fjalli um undirbúning vegna breytinga á úrgangsmeðhöndlun.
Samþykkt samhljóða að skipa Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóra á umhverfis-og skipulagssviði fulltrúa Suðurnesjabæjar í starfshópi sem fjalli um undirbúning vegna breytinga á úrgangsmeðhöndlun.
7.Skiltahandbók
2112057
Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum um uppsetningu á sameiginlegri skiltahandbók fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og verkefnið verði kynnt í ferða-, safna- og menningarráði og framkvæmda- og skipulagsráði.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum um uppsetningu á sameiginlegri skiltahandbók fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og verkefnið verði kynnt í ferða-, safna- og menningarráði og framkvæmda- og skipulagsráði.
8.Píludeild í Suðurnesjabæ
2104015
Minnisblað.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bjóða Pílufélagi Suðurnesjabæjar afnot af húsnæði í Víkurbraut 11 og er bæjarstjóra falið að eiga viðræður við félagið.
Samþykkt samhljóða að bjóða Pílufélagi Suðurnesjabæjar afnot af húsnæði í Víkurbraut 11 og er bæjarstjóra falið að eiga viðræður við félagið.
9.Erindi frá knattspyrnufélaginu Reyni
2112018
Erindi varðandi vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Erindið lagt fram og vísað til áframhaldandi vinnu vegna uppbyggingar á íþróttasvæði.
Erindið lagt fram og vísað til áframhaldandi vinnu vegna uppbyggingar á íþróttasvæði.
10.Maðurinn sem elskar tónlist
2112041
Erindi dags. 14.12.2021 varðandi heimildamynd um Þórir Baldursson.
Afgreiðsla:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
11.Fjölskylduhjálp Íslands - ósk um framlag
2112062
Erindi dags. 16.12.2021.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita Fjölskylduhjálp Íslands framlag að fjárhæð kr. 100.000.
Samþykkt samhljóða að veita Fjölskylduhjálp Íslands framlag að fjárhæð kr. 100.000.
12.Bílastæðasjóður Suðurnesjabæjar - fundargerðir
1911045
4. fundur stjórnar dags. 15.12.2021.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 12:35.
Afgreiðsla:
Samþykkt að tilboðsfrestur verði framlengdur til 19. janúar 2022 kl.11.00 sem á ekki að hafa áhrif á áætlaðan framkvæmdatíma verksins.