Fara í efni

Bæjarráð

87. fundur 22. desember 2021 kl. 10:00 - 12:35 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir stöðu á útboði framkvæmda við leikskóla.

Afgreiðsla:

Samþykkt að tilboðsfrestur verði framlengdur til 19. janúar 2022 kl.11.00 sem á ekki að hafa áhrif á áætlaðan framkvæmdatíma verksins.

2.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Fjárfestingar yfirlit janúar - september 2021.
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Viðauki 11 vegna Byggðasafns.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Lánasjóður sveitarfélaga - lánssamningar

2006044

Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 150 mkr.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að skrifa undir lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 150 mkr. sem er samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2021.

5.Suðurnesjabær - Eignir sveitarfélagsins

1811009

Yfirlit yfir eignir Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar fyrir framlagðan lista og samþykkir að fela bæjarstjóra að láta vinna tillögur um nýtingu eða mögulega sölu fasteigna í eigu sveitarfélagsins.

6.Úrgangsmeðhöndlun - tilnefning í starfshóp

2112065

Erindi frá stjórn SSS um skipan starfshóps.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að skipa Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóra á umhverfis-og skipulagssviði fulltrúa Suðurnesjabæjar í starfshópi sem fjalli um undirbúning vegna breytinga á úrgangsmeðhöndlun.

7.Skiltahandbók

2112057

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum um uppsetningu á sameiginlegri skiltahandbók fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og verkefnið verði kynnt í ferða-, safna- og menningarráði og framkvæmda- og skipulagsráði.

8.Píludeild í Suðurnesjabæ

2104015

Minnisblað.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að bjóða Pílufélagi Suðurnesjabæjar afnot af húsnæði í Víkurbraut 11 og er bæjarstjóra falið að eiga viðræður við félagið.

9.Erindi frá knattspyrnufélaginu Reyni

2112018

Erindi varðandi vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Erindið lagt fram og vísað til áframhaldandi vinnu vegna uppbyggingar á íþróttasvæði.

10.Maðurinn sem elskar tónlist

2112041

Erindi dags. 14.12.2021 varðandi heimildamynd um Þórir Baldursson.
Afgreiðsla:

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

11.Fjölskylduhjálp Íslands - ósk um framlag

2112062

Erindi dags. 16.12.2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Fjölskylduhjálp Íslands framlag að fjárhæð kr. 100.000.

12.Bílastæðasjóður Suðurnesjabæjar - fundargerðir

1911045

4. fundur stjórnar dags. 15.12.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Getum við bætt efni síðunnar?