Bæjarráð
Dagskrá
1.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir
2109077
Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, með tillögu um útboð framkvæmda við leikskóla við Byggðaveg. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt samhljóða að veita heimild til útboðs á framkvæmdum við uppbyggingu á nýjum leikskóla við Byggðaveg, eins og gerð er grein fyrir í minnisblaði.
2.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022
2103078
Tillaga um fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022-2025.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögu um fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt að veita Kvennaathvarfi fjárframlag kr. 100.000 og Stígamótum sömu fjárhæð á árinu 2022. Erindi frá ADHD samtökunum er vísað til fjölskyldusviðs.
3.Rekstraryfirlit 2021
2104013
Rekstraryfirlit janúar - október 2021.
Lagt fram.
4.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar
2102089
Viðauki 10 vegna íþróttamiðstöðvanna í Sandgerði og Garði.
Samþykkt samhljóða að vísa viðauka nr 10 til staðfestingar í bæjarstjórn.
5.Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga
2110010
Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
Lagt fram.
6.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn
1902008
Erindi frá sýslumanni, ósk um umsagnir vegna umsókna um tækifærisleyfi. Annars vegar frá Knattspyrnufélaginu Víði um tækifærisleyfi vegna Þorrablóts sem fyrirhugað er laugardaginn 22. janúar 2022 í íþróttamiðstöðinni Garði og frá Knattspyrnufélaginu Reyni vegna nýársfagnaðar 1. janúar 2022.
Samþykkt samhljóða að bæjarráð gerir ekki athugasemdir um að umbeðin tækifærisleyfi verði veitt.
7.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun
2003048
Fundargerðir aðgerðastjórnar.
a) 47. fundur dags. 15.11.2021.
b) 48. fundur dags. 16.11.2021.
c) 49. fundur dags. 17.11.2021.
d) 50. fundur dags. 19.11.2021.
a) 47. fundur dags. 15.11.2021.
b) 48. fundur dags. 16.11.2021.
c) 49. fundur dags. 17.11.2021.
d) 50. fundur dags. 19.11.2021.
Lagt fram.
8.Öldungaráð Suðurnesja fundargerðir
2002008
Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja 8. nóvember 2021.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:00.