Fara í efni

Bæjarráð

17. fundur 13. febrúar 2019 kl. 15:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Tillaga um framkvæmdaáætlun 2019.
Minnisblað með tillögu varðandi fæðiskostnaður starfsmanna í grunnskólum Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samhljóða tillögu um framkvæmdaáætlun 2019. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdaáætlunar.
Tillaga um fæðiskostnað starfsmanna grunnskóla Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.

2.Bjarg Húsnæði stofnframlag

1806474

Minnisblað frá fundi dags. 23.01.2019.
Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs dags. 13.02.2019.
Afgreiðsla:

Minnisblöð frá fundi lögð fram.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna upp þær upplýsingar sem lagt er til í minnisblaði dags. 13.2.

3.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna

1902007

Umsögn um lagafrumvarp.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

4.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Minnisblað um verkefnið og drög að samningi við Ferska vinda.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna að samningi við Ferska vinda um listahátíð 2019-2020 sem verði lagður fyrir bæjarráð.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga landsþing 2019

1901105

Boð á landsþing sveitarfélaga þann 29. mars 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

6.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Ósk um umsögn vegan umsóknar Knattspyrnufélagsins Reynis um tækifærisleyfi vegna herrakvölds í Samkomuhúsinu í Sandgerði 9. mars 2019.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um veitingu leyfisins.

7.Styrkir almennt - 2019

1901049

Erindi frá Taekwondodeild Keflavíkur dags. 01.02.2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar og umsagnar hjá íþrótta-og tómstundaráði með ósk um tillögur að verklagsreglum um afgreiðslu sambærilegra erinda.

8.Íþróttamiðstöðvar 2019

1901050

Tillaga frá frístunda-og forvarnafulltrúa um sumaropnun íþróttamiðstöðva Suðurnesjabæjar 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram til umræðu en afgreiðslu frestað. Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar hjá íþrótta-og tómstundaráði.

9.Guðni á trukknum heimildamynd

1810056

Erindi frá Guðmundi Magnússyni með ósk um stuðning við útgáfu heimildamyndar um Guðna á trukknum.
Afgreiðsla:

Verkefnið verður styrkt með kaupum á eintökum af myndinni að upphæð allt að 100.000 kr.

10.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Kiwanisklúbbnum Hof með ósk um styrk vegna álagðra fasteignagjalda.
Afgreiðsla:

Lagt fram og afgreiðslu frestað.

11.Samningur við umhverfis- og auðlindaráðuneytið um rekstur Náttúrustofu

1811094

Drög að samningi um framlög til rekstrar Náttúrustofu Suðvesturlands í Sandgerði.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita og ganga frá samningi við ráðuneytið samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi.

12.Starfsmannamál - almennt

1811032

Tillaga um verklagsreglur um gjafir, kveðjur og árshátíð.
Afgreiðsla:

Lagt fram og afgreiðslu frestað.

13.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Erindi frá Isavia, þar sem lagt er til að sveitarfélög og aðilar á Suðurnesjum móti samstarf um stefnumótun, skipulag og uppbyggingu atvinnu-og mannlífs á Suðurnesjum, út frá heimsmarkmiðum SÞ.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

14.Öldungaráð Suðurnesja-fundargerðir 2019

1901053

Fundur stjórnar dags. 04.02.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð tekur undir með Öldungaráði Suðurnesja að óásættanlegt sé að engin heilsugæsla sé í Suðurnesjabæ.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?