Fara í efni

Bæjarráð

85. fundur 10. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Viðaukar 6 vegna félagsstarfs aldraðra, 7 vegna atvinnuátaks, 8 vegna sumarvinnu ungmenna og 9 vegna Sandgerðisskóla og Skólasels.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Samþykkt samhljóða að vísa viðaukum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

2111008

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 29. október 2021 var fjallað um ályktun bæjarráðs Árborgar 30.09.2021, þar sem skorað er á stjórn Sambandsins að beita sér fyrir fullri viðurkenningu
ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun og að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að lýsa stuðningi við stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið sem fram kemur í bókun stjórnar þann 29. október 2021 þar sem tekið er undir ályktun bæjarráðs Árborgar.

3.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

2010080

Tvö erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Annars vegar yfirlit yfir verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins og hins vegar boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Viðburðir og menningarmál í Suðurnesjabæ 2020-2021

2009045

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Fundarboð til upplýsingafundar fyrir hluthafa Bláa Lónsins hf.

2111014

Fundarboð til upplýsingafundar fyrir hluthafa í Bláa Lóninu hf. sem fram fer fimmtudaginn 11. nóvember 2021, kl. 10:00.
Afgreiðsla:

Bæjarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

6.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Fundargerðir aðgerðastjórnar, nr. 44. frá 4. nóvember og nr. 45. frá 7. nóvember.
Afgreiðsla:

Lagt fram

7.Úttekt 2020 - aðgerðaáætlun - trúnaðarmál

2011095

Trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni síðunnar?