Fara í efni

Bæjarráð

84. fundur 27. október 2021 kl. 16:00 - 17:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Drög að fjárhagsáætlun, gjaldskrá og reglum um afslætti af fasteignasköttum vegna eldri borgara og öryrkja.
Afgreiðsla:


Samþykkt samhljóða að vísa drögum að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Viðauki nr. 4, leiðrétting varðandi sorphirðu-og sorpeyðingargjöld, kr. 5.000.000. Viðauki nr. 5, vegna dagdvalar aldraðra kr. 6.050.000.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa viðaukum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Samstarfshópur um samfélagsrannsóknir

2011075

Skýrsla samstarfshóps um samfélagsrannsóknir og niðurstöður.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar fyrir vel unnið verk og áhugaverðar niðurstöður sem hægt verður að nýta í þágu íbúa.

Lagt fram.

4.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, þar sem fram kemur m.a. að listahátíðinni Ferskir vindar, sem átti að vera í desember og janúar nk., hefur verið frestað um eitt ár vegna heimsfaraldurs Kórónuveiru.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og beiðni um tilnefningu í verkefnahópa.
Afgreiðsla:

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna starfsmenn í verkefnishópa fyrir Suðurnesjabæ.

6.Styrktarsjóður Eignahaldsfélags Brunabótafélags Íslands 2021

2103164

Tilkynning frá EBÍ um að ágóðahlutagreiðsla til Suðurnesjabæjar árið 2021 er kr. 2.491.200.
Afgreiðsla:

Lagt fram

7.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, með tillögu um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Afgreiðsla:

Tillögur í minnisblaði samþykktar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni síðunnar?