Fara í efni

Bæjarráð

83. fundur 13. október 2021 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Leikskólinn Sólborg

1901046

Á 38. fundi bæjarstjórnar dags. 6. okt. 2021 var samþykkt samhljóða að vísa máli 13.7 í fundargerð bæjarstjórnar til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að eiga viðræður við Hjallastefnuna um málið og rekstrarsamningur verði skoðaður vegna þess.

2.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Á 34. fundi fjölskyldu- og velferðarráðs var samþykkt að leggja til að hafnar verði viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt er lagt til að sveitarfélagið sæki um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði. Ráðið samþykkti að vísa málinu áfram til bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að óska eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Einnig samþykkt að óskað verði eftir undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði.

3.Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

2110010

Erindi frá samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 04.10.2021, með leiðbeiningum um breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélaga er varða ritun fundargerða og þátttöku fundarmanna á fundum með rafrænum hætti. Þá fylgir erindinu uppfærð fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga.

Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna tillögu um breytingar á samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar samkvæmt leiðbeiningum og fyrirmynd að samþykkt.

4.Samvinna í opinberri þjónustu fyrir íbúa Suðurnesja

2109017

Niðurstöður frá fundi um opinbera þjónustu á Suðurnesjum sem haldinn var í Samkomuhúsinu í Sandgerði.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Stafræn þjónusta

2003042

Þátttaka og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022.
Afgreiðsla:

Samþykkt að gera ráð fyrir umræddum kostnaði með þátttöku Suðurnesjabæjar í verkefninu og vísað til gerð fjárhagsáætlunar.

7.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Erindi með boði um forkaupsrétt Suðurnesjabæjar á fiskiskipinu Ölla Krók GK211, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Ölla Krók GK 211, sem verður selt úr sveitarfélaginu án aflaheimilda og án aflamarks.

8.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Erindi frá sýslumanni, ósk um umsagnir vegna umsókna frá Knattspyrnufélaginu Víði um tækifærisleyfi vegna konu- og herrakvölds sem fram fara 13. og 14. nóvember í Samkomuhúsinu í Sandgerði.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðin tækifærisleyfi verði veitt.

9.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, um niðurstöður verðfyrirspurnar í verkið Leikskóli við Byggðaveg 5 - jarðvinna. Alls bárust fjögur verðtilboð í verkið.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason ehf. skv. tillögu í minnisblaði.

10.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 10

2109020F

Fundur dags. 20.09.2021.
Afgreiðsla:

Varðandi bókun við mál 10.5 í fundargerð öldungaráðs, þá tekur bæjarráð undir að mikilvægt er að í sveitarfélaginu sé fjölbreytt og gott framboð af íbúðarhúsnæði. Bæjarráð telur að eins og staðan er nú í sveitarfélaginu sé ekki þörf fyrir að bæta félagsmiðstöð fyrir aldraða við þær tvær sem nú þegar eru í starfsemi en mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu göngustíga og gróðursetningu trjágróðurs. Öðrum ábendingum í bókuninni, svo sem varðandi búsetu eldri borgara vísar bæjarráð til áframhaldandi umfjöllunar hjá fjölskyldusviði með hliðsjón af húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?