Fara í efni

Bæjarráð

82. fundur 29. september 2021 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Forsendur fjárhagsáætlunar. Drög að gjaldskrá þjónustu- og fasteignagjalda, starfsáætlanir og óskir um breytingar.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ

2107043

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að ganga til samninga um leigu á húsnæði fyrir dagdvöl aldraðra, einnig að farið verði í þær úrbætur sem þörf er á húsnæðinu fyrir starfsemina í samræmi við minnisblað. Samþykkt að veita heimild til að ganga frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

3.Leikskóli við Byggðaveg

2109077

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til verðkönnunar vegna jarðvegsframkvæmda við leikskóla við Byggðaveg.

4.Öldungaráð Suðurnesja

2109035

Tilnefning fulltrúa í Öldungaráð Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Suðurnesjabær tilnefndi tvo fulltrúa í byrjun kjörtímabils til setu í Öldungaráði Suðurnesja og halda þeir setu til loka kjörtímabils.

5.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

2010080

Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags. 17.09.2021, um stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum.
Afgreiðsla:

Samþykkt að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu og tilnefna Bergný Jónu Sævarsdóttur og Laufey Erlendsdóttur sem fulltrúa Suðurnesjabæjar í starfshóp um verkefnið.

6.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Erindi frá sýslumanni, ósk um umsagnir vegna umsókna um tækifærisleyfi. Annars vegar frá Senu ehf. um tækifærisleyfi til áfengissölu á viðburði Vest Norden í íþróttamiðstöðinni í Garði þann 06.10.2021 og hins vegar frá Knattspyrnudeild Reynis um tækifærisleyfi til áfengisveitinga á dansleik og skemmtun í samkomuhúsinu í Sandgerði þann 09.10.2021.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um að umbeðin tækifærisleyfi verði veitt.

7.Gatnagerðagjöld í Suðurnesjabæ

2104052

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um gjaldskrá gatnargerðargjalda.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda líkt og fram kemur í minnisblaði.


8.Starfsmannamál - almennt

1811032

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Tillaga í minnisblaði um ráðstöfun fjármuna í þágu starfsfólks Suðurnesjabæjar samþykkt.

9.VESTNORDEN

2109076

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um kaupstefnu Vest Norden á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Tímamót í baráttunni gegn COVID-19

2105031

Bréf frá UNICEF með þökkum fyrir þátttöku Suðurnesjabæjar í samstarfsverkefni um dreifingu bóluefna gegn Covid-19.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Stafræn þjónusta

2003042

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

12.Byggðasafn Garðskaga

1809075

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga ársfundur 2021

2109045

Tilkynning um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fram fer þann 06.10.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2109079

Fundarboð og dagskrá aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1.-2. október 2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?