Fara í efni

Bæjarráð

16. fundur 23. janúar 2019 kl. 15:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Minnisblað um mótun fjölskyldusviðs.
Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að fela sviðsstjóra Fjölskyldusviðs að vinna tímasetta verkefnisáætlun út frá efni minnisblaðsins og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir að samningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði framlengdur út skólaárið 2019-2020 og verði framlengdur samningur lagður fyrir bæjarráð.
Samþykkt að vísa minnisblaði sviðsstjóra Fjölskyldusviðs og fræðslufulltrúa til umfjöllunar í Fræðsluráði.

2.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Framkvæmdir og fjárfestingar, yfirlit frá framkvæmda-og skipulagssviði.
Álagning og innheimta fasteignagjalda - minnisblað.
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri Umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

Yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar lagt fram til umræðu. Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í Framkvæmda-og skipulagsráði og til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í minnisblaði um álagningu og innheimtu fasteignagjalda og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

3.Leikskólamál

1901013

Minnisblað um ungbarnaleikskóla frá RR ráðgjöf.
Minnisblað bæjarstjóra, frásögn af fundi um leikskólann Sólborg.
Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Minnisblöðin lögð fram og rædd. Samþykkt að vísa þeim til umfjöllunar í Fræðsluráði.
Bæjarráð telur rétt að minnisblaði frá RR ráðgjöf verði fylgt eftir með kynningarfundi fyrir alla bæjarfulltrúa sem verði haldinn við fyrsta tækifæri. Bæjarstjóra falið að undirbúa þann fund.
Bæjarráð telur rétt að unnin verði úttekt á stöðu leikskólamála í Suðurnesjabæ og felur bæjarstjóra að láta hefja undirbúning á því.

4.Íþróttamannvirki

1901070

Gervigrasvöllur - minnisblað bæjarstjóra.
Tillaga D og J lista um skipan vinnuhóps til að meta kosti vegna uppbyggingar knattspyrnuvallar eða fjölnota húss með gervigrasi í Suðurnesjabæ.
Minnisblaðið lagt fram og rætt. Samþykkt að vísa málinu til íþrótta-og tómstundaráðs til kynningar.

Tillaga D og J lista um skipan vinnuhóps lögð fram og samþykkt.

Bæjarstjóra er falið að leita eftir tilnefningum í starfshópinn.

5.Búseta fatlaðra með langvarandi stuðningsþarfir

1901069

Minnisblað sviðsstjóra Fjölskyldusviðs og fjármálastjóra.
Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að fela sviðsstjóra Fjölskyldusviðs að vinna málið áfram á grundvelli minnisblaðsins.
Samþykkt að óskað verði eftir fundi með Þroskahjálp til að fara yfir mál sem tengjast framkvæmdum við Lækjamót 61.

6.Slysavarnadeildin Una - ósk um afnot af Samkomuhúsi

1901064

Erindi dags. 16.01.2019.
Samþykkt að veita Slysavarnadeildinni Unu gjaldfrjáls afnot af Samkomuhúsinu í Garði, sbr erindi.

7.Skrá yfir störf sem undanskilin eru verkfallsheimild

1901061

Tillaga um auglýsingu um störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild.
Framlögð skrá yfir störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna er samþykktur og bæjarstjóra falið að láta birta hana með auglýsingu fyrir 1. febrúar 2019.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Viðauki 1 - Höfnin.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með atkvæðum fulltrúa J og D lista. Fulltrúi H-lista greiðir atkvæði gegn viðaukanum.

H-listi lagði fram eftirfarandi bókun:
Sandgerðishöfn er með áætlaðar tekjur í fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2019 þar sem markaðssetning núverandi stjórnar um auknar tekjur koma fram. Þeim tekjum hefur þegar verið fundinn staður í rekstrinum fyrir árið 2019. Nú er verið að óska eftir einu stöðugildi til viðbótar við Sandgerðishöfn og að fjármagna það líka með auknum tekjum uppá 8,5 milljónir en það kemur ekkert fram hvernig á að ná þessum auka tekjum nema aðeins að það sé forgangsmál að auka tekjur á árinu sem framundan er. Svo virðist sem nýráðinn hafnarstjóri eigi ekki að ganga vaktir og leysa úr þeim álagstoppum sem upp koma. Hafnarstjóri hefur verið starfandi í á þriðja mánuð og er ekki enn farinn að vinna að daglegum störfum innan hafnarinnar. Kannski er hans eina starf markaðssetning og að auka tekjur hafnarinnar. Það er mat H-listans að þessi áform geti ekki gengið upp fjárhagslega. Hafnarsjóður ræður einfaldlega ekki við að greiða fjögur stöðugildi. Þessa starfsemi er hægt að leysa með þremur stöðugildum og greiðir H-listinn því atkvæði á móti því að auka stöðugildi í fjögur við Sandgerðishöfn.

9.Öldungaráð Suðurnesja-fundargerðir 2019

1901053

Fundur stjórnar 16.01.2019.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?