Fara í efni

Bæjarráð

79. fundur 11. ágúst 2021 kl. 14:00 - 14:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Erindi frá rekstrarstjóra Gefnarborgar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð vísar til afgreiðslu 76. fundar bæjarráðs, dags. 23. júní 2021, þar sem bæjarráð beindi því til rekstraraðila leikskólanna að leita leiða til þess að þjónusta leikskólanna standi börnum opin milli jóla og nýárs í ljósi niðurstöðu foreldrakönnunar. Þannig vildi bæjarráð standa vörð um þá þjónustu sem sveitarfélagið vildi veita börnum og fjölskyldum þeirra í leikskólum sveitarfélagsins. Bæjarráð vísar einnig til 31. fundar bæjarstjórnar, dags. 3. febrúar 2021 þar sem samþykkt var að auka við stöðugildi á Gefnaborg vegna styttingu vinnuvikunnar.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Viðauki 3 2021 vegna sumarstarfa.
Afgreiðsla:

Samþykkt að staðfesta viðauka 3.

3.Stuttmynd

2108009

Beiðni frá Guðmundi Magnússyni um styrk til þátttöku í stuttmyndakeppni.
Afgreiðsla:

Erindi hafnað.

4.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

2009041

Drög að reglum um Menningarsjóð Suðurnesjabæjar ásamt drögum að eyðublaði.
Á 58. fundi bæjarráðs, dags. 23. september 2020, var samkomulag um stofnun Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar lagt fyrir og samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna samþykkt um sjóðinn, sbr. efni samkomulagsins.
Afgreiðsla:

Drög um samþykkt um Menningarsjóð Suðurnesjabæjar samþykkt og vísað til kynningar í Ferða-, safna- og menningarráði.

5.Úttekt 2020 - aðgerðaáætlun - trúnaðarmál

2011095

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vinna eftir tillögum í minnisblaði.

6.Auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga

2107065

Ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga hefur verið framlengt til 1. október 2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt með vísan í 3. mgr. 131. gr. sveitarfstjórnarlaga nr. 138/2011 og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að heimilt verði að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og nefnda Suðurnesjabæjar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna tillögur að breytingum á samþykkt Suðurnesjabæjar í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum er snýr að neyðarástandi og leggja fyrir bæjarrstjórn fyrir 1. október n.k.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Getum við bætt efni síðunnar?