Fara í efni

Bæjarráð

77. fundur 14. júlí 2021 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Stýrihópur um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ

1912012

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Í minnisblaðinu koma m.a. fram upplýsingar um hönnun jarðvinnu, burðarvirkis, lagna og loftræstingar. Samið hefur verið um hönnunarvinnu við viðkomandi hönnuði. Þá kemur fram áætluð tímalína um framkvæmdina þar til nýr leikskóli verður tilbúinn fyrir starfsemi.
Afgreiðsla:

Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs, sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð staðfestir samninga við lægstbjóðendur eins og kemur fram í minnisblaðinu og leggur áherslu á að verkefnið verði í forgangi og allar leiðir reyndar til að leikskólinn geti opnað sem allra fyrst.

2.Umsókn um dagdvalarrými fyrir aldraða í Suðurnesjabæ

2007053

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í minnisblaðinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Suðurnesjabæ um rekstur allt að átta almennum dagdvalarrýmum í Suðurnesjabæ. Viðræður eru hafnar við Sjúkratryggingar Íslands.
Afgreiðsla:

Bæjarráð fagnar því að baráttan um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ sé loksins farin að skila árangri. Úthlutun á átta dagdvalarrýmum fyrir aldraða eru fyrstu skrefin í uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ og þakkar bæjarráð starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þeirra þátt í baráttunni.

3.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og drög að samningi vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga um verkefnið sbr. upplýsingar í minnisblaði.

4.Uppbygging við Garðskaga

2106097

Drög að viljayfirlýsingu.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu við Mermaid ehf.

5.Gámar í Suðurnesjabæ - Samantekt

2102064

Á 28. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs dags.6. júlí voru samþykktar reglur um stöðuleyfi fyrir gáma í Suðurnesjabæ, ráðið samþykkti að vísa málinu til umfjöllunar og samþykktar í sveitarstjórn.
Afgreiðsla:

Reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.

6.Aðalskipulag Garðs 2013-2030-Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga

2105073

Á 28. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs dags.6. júlí var samþykkt skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar á svæðinu við Garðskaga.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að senda skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar á svæðinu við Garðskaga til kynningar almenningi og umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag ofan Skagabrautar - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

2105074

Á 28. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs dags.6. júlí var samþykkt tillaga að deiliskipulagsbreytingu íbúðasvæðis ofan Skagabrautar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Skagabrautar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hefjum störf átak í ráðningarstyrkjum

2103140

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs- og sviðsstjóra stjórnsýlusviðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar sviðsstjórum fyrir þær upplýsingar sem koma fram í minnisblaðinu.

9.Viðburðir og menningarmál í Suðurnesjabæ 2020-2021

2009045

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs varðandi fyrirhugaða bæjarhátíð í ágúst.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Framkvæmda- og skipulagsráð - 28

2106017F

Fundur dags. 06.07.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Ungmennaráð - 1

2107005F

Fundur dags. 9. júlí.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?