Fara í efni

Bæjarráð

76. fundur 23. júní 2021 kl. 14:00 - 15:05 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Undirbúningur vegna vinnu fjárhagsáætlunar 2022.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Minnisblað frá deildarstjóra fræðslumála.
Afgreiðsla:

Í minnisblaði deildarstjóra fræðslumála kemur m.a. fram niðurstaða könnunar meðal foreldra leikskólabarna, um viðhorf til lokunar leikskólanna í Suðurnesjabæ milli jóla og nýárs. Um 32% foreldra telja öruggt eða mögulegt að viðkomandi börn nýti þjónustu leikskólanna á þessum tíma. Í ljósi þessarar niðurstöðu beinir bæjarráð því til rekstraraðila leikskólanna að þeir leita leiða til þess að þjónusta leikskólanna standi börnum opin milli jóla og nýárs. Þannig vill bæjarráð standa vörð um þá þjónustu sem sveitarfélagið vill veita börnum og fjölskyldum þeirra í leikskólum sveitarfélagsins.

3.Skötumessa 2021

2006052

Erindi dags. 15.06.2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita Skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði í Gerðaskóla þann 23. júlí 2021. Bæjarráð leggur áherslu á að farið verði að reglum og leiðbeiningum um sóttvarnir vegna Covid-19.

4.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

2010080

Fundur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga -Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum sem fram fer miðvikudaginn 23. júní.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Samantekt frá lokafundi sem fram fór miðvikudaginn 16. júní í Hljómahöll.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju með þær niðurstöður samstarfs sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco sem kynntar voru á lokafundinum þann 16. júní. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með þá miklu vinnu sem fjölmargir aðilar hafa lagt af mörkum í verkefninu og færir þeim öllum þakkir fyrir.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2021

2102005

899. fundur stjórnar dags. 11.06.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:05.

Getum við bætt efni síðunnar?