Fara í efni

Bæjarráð

75. fundur 09. júní 2021 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2021

2104013

Fjárfestingayfirlit.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri og Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Stóri Hólmur - Golfklúbbur Suðurnesja

2105093

Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja dags. 31.05.2021, ósk um aðkomu Suðurnesjabæjar að kaupum á landi.
Afgreiðsla:

Bæjarstjóra falið að eiga viðræður við fulltrúa Golfklúbbs Suðurnesja um erindið.

3.Fastanefndir

2003091

Tillaga um fulltrúa í ungmennaráð Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Eftirtaldar tilnefningar um fulltrúa í Ungmennaráð Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða:
Gerðaskóli: Aðalmaður Hafþór Ernir Ólason og til vara Þorbjörg Hulda Haraldsdóttir.
Sandgerðisskóli: Aðalmaður Salóme Kristín Róbertsdóttir og til vara Gunnar Freyr Ólafsson.
Sigurvon: Aðalmaður Lilja Guðrún Vilmundardóttir og til vara Yngvar Adam Gústafsson.
Víðir: Aðalmaður Jóhann Helgi Björnsson og til vara Eyþór Ingi Einarsson.
Reynir: Aðalmaður Ester Grétarsdóttir og til vara Sigurbjörn Bergmann.
Skýjaborg: Aðalmaður Sara Mist Atladóttir og til vara Díana Guðrún Kristinsdóttir.
Elding: Aðalmaður Heba Lind Guðmundsdóttir.
Fulltrúi framhaldsskólanema: Aðalmaður Irma Rún Blöndal og til vara Valur Þór Magnússon.

Ekki náðist að skipa fulltrúa frá björgunarsveitinni Ægi að svo stöddu.


4.Sumarúrræði fyrir námsmenn 2021

2103166

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Tillaga í minnisblaðinu samþykkt samhljóða miðað við þær forsendur sem þar koma fram.

5.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Fasteignamat 2022 - ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda

2106003

Erindi dags. 01.06.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram og vísað til umræðu í fjárhagsáætlunargerð.

7.Samstarf hafna á Suðurnesjum

2008062

Á 13. fundi hafnarráðs, dags. 3. júní var minnisblað lagt fram um samstarfsverkefni hafna á Suðurnesjum og eftirfrarndi bókað: Hafnarráð Sandgerðishafnar lýsir ánægju með þá vinnu sem sem unnin hefur verið í málinu og þakkar starfshópi skipuðum fulltrúum hafnanna á Suðurnesjum fyrir þeirra framlag. Þrátt fyrir að starfshópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu rekstrarleg rök fyrir sameiningu á rekstri hafnanna, þá telur hafnarráð að halda eigi áfram þeirri vinnu að leita leiða til að styrkja grundvöll starfsemi hafnanna með auknu samstarfi. Jafnframt verði leitað samstarfs um stefnumótun og framtíðarsýn með aukna hagnýtingu hafnanna að markmiði, þar sem m.a. verði litið til möguleika á sameiningu þeirra. Þá bendir hafnarráð á að með sameiningu hafnanna hafi þær sem heild mun meiri slagkraft og afl til að sækja fram með markaðssetningu og í samskiptum við ríkisvaldið varðandi fjárveitingar til uppbyggingar hafnanna til framtíðar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að taka undir bókun hafnarráðs um málið.


8.Fjölskyldu- og velferðarráð - 31

2105015F

Fundur dags. 20.05.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Hafnarráð - 13

2105024F

Fundur dags. 03.06.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 9

2105022F

Fundur 31.05.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2021

2102005

898. fundur stjórnar dags. 28.05.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga landsþing 2021

2101085

Fundargerð Landsþings dags.21.05.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Heklan fundargerðir 2021

2101066

85. fundur stjórnar dags. 17.05.2021.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?