Fara í efni

Bæjarráð

73. fundur 12. maí 2021 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fræðslu og frístundastefna

2001051

Minnisblað frá deildarstjóra fræðslumála ásamt drögum að fræðslu og frístundastefnu.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Mál í vinnslu.

2.Átak til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Á 35. fundi bæjarstjórnar, dags. 5. maí var samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Bæjarráð felur fjölskyldusviði að framkvæma könnun á viðhorfi foreldra til lokunar leikskóla á milli jóla og nýárs.

3.Leikskólinn Gefnarborg - ósk um aukinn stuðning vegna barna með sérþarfir

2104040

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt að verða við erindinu og lagður verður fram viðauki við fjárhagsáætlun um málið.


4.Erindi frá HSS, beiðni um styrk til heilsueflingar

2105032

Beiðni um stuðning við verkefnið; Fjölþætt heilsuefling fyrir einstaklinga sem lifa með offitu.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Erindinu hafnað þar sem verkefnið er á ábyrgð ríkisins.

5.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Á 72. fundi bæjarráðs dags. 28. apríl var samþykkt að gerður verði viðauki við rekstraráætlun Gerðaskóla til að efla pólskukennslu á haustönn 2021.
Afgreiðsla:

Viðauki nr. 2 að fjárhæð kr. 2.000.000 samþykktur samhljóða og vísað til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

6.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

2103074

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.


8.Tímamót í baráttunni gegn COVID-19

2105031

Erindi frá Unicef.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga landsþing 2021

2101085

Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 21. maí 2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 - stöðuskýrslur

2007051

Stöðuskýrsla uppbyggingateymis.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - Doddagrill

2104010

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II fyrir Dodda grill, Heiðartúni 1 í Garði.
Afgreiðsla.

Samþykkt samhljóða að bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið leyfi verði veitt.

12.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fundargerðir 2021

2103030

a) 63. fundur stjórnar dags. 26.04.2021.
b) Ársreikningur 2020-drög.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?