Fara í efni

Bæjarráð

15. fundur 02. janúar 2019 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Tillaga um vinnslu aðalskipulags, sbr. 6. fundur Framkvæmda-og skipulagsráðs. Einar Jón Pálsson formaður Framkvæmda-og skipulagsráðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar formanni fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með tillögu um vinnslu aðalskipulags.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar

1812053

Viðauki 2 og 3 - Grunnskólinn í Sandgerði.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukana á grundvelli greinargerðar.

3.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 20. desember 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi staðfest breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins og samþykktin hafi verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. Í þvi felst m.a. að sveitarfélagið mun heita Suðurnesjabær frá og með 1. janúar 2019.
Bæjarráð lýsir ánægju með staðfestingu á nafni sveitarfélagsins sem ber nafnið Suðurnesjabær frá og með 1. janúar 2019.

4.Sameining: staða verkefna

1809074

Byggðamerki.
Bæjarráð leggur til að staða verkefnisins um mótun byggðamerkis fyrir Suðurnesjabæ verði kynnt á næsta fundi bæjarstjórnar.

5.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - viðauki við fjárhagsáætlun - leiðbeinandi verklagsreglur

1811040

Erindi frá reikningsskila-og upplýsinganefnd með leiðbeinandi verklagsreglum um viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Lánayfirlit.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að funda með helstu lánardrottnum sveitarfélagsins og fara yfir lánastöðu.

7.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 - breytingar

1812095

Erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja dags. 19. desember 2018, um tillögu að breytingum á svæðisskipulagi.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í Framkvæmda-og skipulagsráði.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?