Fara í efni

Bæjarráð

72. fundur 28. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Leikskóli rekstur

2103003

Minnisblað vegna byggingu nýs leikskóla.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að reistur verði 6 deilda leikskóli.

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði úttekt á nauðsynlegum endurbótum á húsnæði og lóð leikskólans Sólborgar, ásamt kostnaðaráætlun.

Samþykkt að hefja viðræður við rekstraraðila Sólborgar um að reka fjögurra deilda leikskóla.

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnið verði að framtíðarsýn samhliða aðalskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir nýjum leikskólum í báðum íbúakjörnum, Garði og Sandgerði.


2.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Minnisblað frá bæjarstjóra og fjármálastjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt að unnið verði að eftirfarandi megin markmiðum við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022:

Megin markmið verði að standast fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu sbr 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11%. Veltufé frá rekstri verði ekki undir 500 mkr. á ári á næstu árum, til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum næstu ára. Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á næstu árum þannig að lántökum verði haldið í lágmarki. Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að gera. Gjaldskrá þjónustugjalda haldist í takti við þróun verðlags. Unnið verði eftir tilllögum HLH ráðgjafar frá 2020 um rekstur og starfsemi Suðurnesjabæjar.

Samþykkt að á síðari fundi bæjarráðs í júní 2021 verði fyrstu drög að tekjuáætlun ársins 2022 lögð fram. Jafnframt verði lögð fram drög að mati á helstu fjárfestingum og þörf fyrir veltufé til að standa undir skuldbindingum. Þá verði lagðar fyrir bæjarráð tillögur að útgjaldarömmum fyrir einstaka málaflokka. Loks verði leitast við að leggja fyrir bæjarráð óskir sem þá liggja fyrir frá stjórnendum sviða og stofnana um verkefni, þjónustuþætti og fjárfestingar.

3.Gerðaskóli - Beiðni um viðauka

1906009

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt tillaga í minnisblaði um að gerður verði viðauki við rekstraráætlun Gerðaskóla að fjárhæð kr. 3.300.000 til að efla póskukennslu á haustönn 2021.

4.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2021

2104051

Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála.
Afgreiðsla:

Samþykkt að eldri borgarar og öryrkjar geti sótt um garðslátt sumarið 2021, allt að þrjú skipti gegn greiðslu. Greiðsla fyrir skipti er kr. 2000.

5.Gatnagerðagjöld í Suðurnesjabæ

2104052

Beiðni frá fulltrúa B-lista ásamt gögnum er tengjast málinu.
Afgreiðsla:

Bæjarráð óskar eftir uppfærðum gögnum um gatnagerðagjöld í Suðurnesjabæ ásamt tillögum.

6.Aðalfundur Þekkingarseturs Suðurnesja 2021

2104064

Boð á aðalfund Þekkingarseturs Suðurnesja 6.maí 2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Aðalfundur Kölku 2021

2104063

Boð á aðalfund Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 6. maí 2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 - stöðuskýrslur

2007051

Stöðuskýrsla uppbyggingateymis félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

41. fundur dags. 15.04.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?