Fara í efni

Bæjarráð

71. fundur 14. apríl 2021 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rekstaryfirlit 2021

2104013

Rekstraryfirlit fyrsta árfsfjórðungs ársins 2021 ásamt yfirliti yfir fjárfestingar og framkvæmdir.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri og Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og fóru yfir ársfjórðungsyfirlit, janúar til mars 2021 og stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna.

2.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Undirbúningur fyrir vinnu fjárhagsáætlunar 2022.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri og Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

3.Úttekt 2020 - aðgerðaáætlun - trúnaðarmál

2011095

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sát fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði staða forstöðumanns þjónustumiðstöðvar.

4.Stýrihópur um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ

1912012

Drög að skýrslu stýrihóps um nýjan leikskóla ásamt teikningum.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðslumála, Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að stærðarviðmið leikskóla verði 8-9 fm² fyrir hvert barn brúttó. Bæjarráð leggur til að haldinn verði vinnufundur bæjarstjórnar og starfsmanna um framtíðaráform leikskólamála í Suðurnesjabæ.

5.Leikskóli rekstur

2103003

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðslumála, Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Mál í vinnslu.

6.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda

2012054

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason ehf. í útboði vegna gatnagerðar við Skerjahverfi að upphæð kr. 111.888.888 sem er 84% af áætluðu kostnaðarverði.

7.Stytting vinnuvikunnar

2009066

Minnisblað vegna styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vinna eftir tillögunum í minnisblaðinu. Fjármálastjóra falið að vinna viðauka um málið.

8.Æfingar- og viðbragðsáætlanir

2103053

Drög að viðbragðsáætlunum hjá stofnunum Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með vinnu við viðbragðsáætlanir stofnana í Suðurnesjabæ.

Lagt fram.

9.Sumarúrræði fyrir námsmenn 2021

2103166

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vinna eftir tillögunni.

10.Ritverkið Ísland 2020, atvinna og menning

2103150

Erindi frá Ísólfi Gylfa Pálmassyni fh. Sagaz, vegna ritverksins Ísland atvinnuhættir og menning.
Afgreiðsla:

Erindinu hafnað.

11.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

40. fundur dags. 24.03.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?