Fara í efni

Bæjarráð

70. fundur 24. mars 2021 kl. 16:00 - 18:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Mannauðsmál Suðurnesjabæjar 2021

2103032

Kynning frá mannauðsráðgjafa.
Afgreiðsla:

Ragnhildur Ragnarsdóttir mannauðsráðgjafi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram.

2.Stytting vinnuvikunnar

2009066

Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Minnisblað frá mannauðssráðgjafa og fjármálastjóra.
Afgreiðsla:

Ragnhildur Ragnarsdóttir mannauðsráðgjafi og Elisabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Mál í vinnslu.

3.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2020

2103071

Drög að ársreikningi fyrir árið 2020.
Afgreiðsla:

Elisabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir drög að ársreikningi fyrir árið 2020.


Samþykt að vísa ársreikningi 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Lionsklúbbi Sandgerðis með ósk um styrk til greiðslu fasteignagjalda.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita styrk til greiðslu fasteignagjalda Lionsklúbbs Sandgerðis, sbr erindi.

5.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Tilkynning um synjun vegna tveggja umsókna Suðurnesjabæjar um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að fylgja máli eftir.

6.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

2103074

Erindi dags. 12.03.2021 frá félagsmálaráðuneyti með hvatningu ráðherra til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram til upplýsinga.

7.Brunavarnir Suðurnesja - lántaka

2103103

Erindi dags. 17.03.2021 frá Brunavörnum Suðurnesja bs, þar sem fram kemur að stjórn hafi samþykkt lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 110.000.000, til allt að 55 ára til að fjármagna byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Óskað er eftir heimild til þess að framangreint lán verði tekið.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Brunavörnum Suðurnesja bs heimild til lántöku að fjárhæð kr. 110.000.000 til að fjármagna byggingu nýrrar slökkvistöðvar, sbr. fyrirliggjandi erindi.

8.Leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ

2011102

Stöðuskýrsla frá starfshópi.
Afgreiðsla:

Lagt fram til upplýsinga.

9.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

2002064

Fundarboð aðalfundar 26. mars 2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.

10.Bláa lónið aðalfundarboð 2021

2103070

Boð á aðalfund Bláa lónsins sem fram fer 26. mars.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundi Bláa lónsins.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga landsþing 2021

2101085

Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um frestun Landsþings sveitarfélaga sem hafði verið boðað til þann 26.03.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Ósk um stuðning vegna baráttu um lægra bensínverð á Suðurnesjum

2103104

Erindi dags. 18.03.2021 frá Hannesi Friðrikssyni og Hauki Hilmarssyni, þar sem óskað er eftir stuðningi við baráttu fyrir lægra eldsneytisverði á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir og styður þær áherslur sem koma fram í
undirskriftasöfnum sem hópur áhugafólks um lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum stendur fyrir. Bæjarráð Suðurnesjabæjar telur eðlilegt og réttlátt að íbúar á Suðurnesjum eigi kost á eldsneytiskaupum á sambærilega hagstæðu verði og til dæmis er á höfuðborgarsvæðinu

13.Fráveita - Útrás og fráveitutengingar Gerðavegi 30 og 32

2012059

Minnisblað um niðurstöðu verðkönnunar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?