Fara í efni

Bæjarráð

14. fundur 12. desember 2018 kl. 15:00 - 19:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun, ásamt gjaldskrám.
Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir málum 1 og 2.
Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun og gjaldskrám til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar

1812053

Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna launakostnaðar hjá Grunnskólanum í Sandgerði.
Afgreiðslu frestað.

3.Heilbrigðisþjónusta í sveitarfélaginu

1812011

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra Fjölskyldusviðs af fundi með heilbrigðisráðherra þann 5. desember sl., þar sem fjallað var um heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu.
Minnisblað lagt fram.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - umboð til kjarasamningsgerðar

1812007

Erindi dags. 04.12.2018, varðandi umboð sveitarfélagsins til Sambands ísl. sveitarfélaga vegna kjarasamningagerðar.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að umboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fara með kjarasamningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins verði endurnýjað.

5.Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

1812018

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSS dags. 4. desember, ásamt bréfi frá SSS til Vegagerðarinnar dags. 3. desember. Þar kemur m.a. fram að samningur SSS við Vegagerðina um almenningssamgöngur renni út um áramót. Ekki hafi náðst samningar um að SSS haldi áfram að halda utan um reksturinn, þannig að frá 1. janúar 2019 taki Vegagerðin yfir rekstur almenningssamgangna. Jafnframt kemur fram að SSS geri þá kröfu að almenningssamgöngur verði ekki verri en verið hefur frá því SSS tók að sér þann rekstur.
Bæjarráð lýsir vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin varðandi rekstur almenningssamgangna á Suðurnesjum. Jafnframt lýsir bæjarráð vonbrigðum með þá staðreynd að ríkisvaldið sé ekki tilbúið til þess að koma til móts við eðlilegar kröfur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem voru til þess fallnar að leysa málið. Bæjarráð tekur undir kröfur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hönd íbúa á svæðinu að almenningssamgöngur verði ekki verri en verið hefur frá því Sambandið tók við verkefninu frá ríkinu með sérstökum samningi.

6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019

1810025

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra um málið, þar sem m.a. er fjallað um reglur til úthlutunar byggðakvóta.
Samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti hefur úthlutun á byggðakvóta til Garðs verið leiðrétt og verður 266 þorskígildistonn.
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna tillögu að sérreglum um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu sem byggi á fyrri sérreglum í byggðakjörnunum og verði lögð fyrir bæjarstjórn.

7.Brunavarnir Suðurnesja - ábyrgð vegna lántöku

1812033

Í fundargerð 36. fundar stjórnar BS dags. 5. desember 2018 er samþykkt lántaka vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar. Er þar gert ráð fyrir að aðildarsveitarfélög BS gangist fyrir einfaldri óskiptri ábyrgð fyrir láninu.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ábyrgð vegna lántöku verði veitt.

8.Viðurkenning fyrir jólahús

1812040

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir tillögum að jólahúsum í sveitarfélaginu. Íbúar eru hvattir til að senda inn tillögur um þau hús sem þeim þykir verðskulda að vera valin sem jólahús ársins 2018.
Frestur er gefin til miðvikudagsins 19. desember til að senda tillögur og mun þriggja manna valnefnd taka ákvörðun um þrjú hús sem verða verðlaunuð í framhaldi af þeim tillögum sem berast. Veitt verði verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.
Valnefndin mun tilkynna niðurstöður föstudaginn 21. desember.

Valnefndin verði skipuð Fríðu Stefánsdóttur bæjarfulltrúa sem verði formaður, Einari Friðrik Brynjarssyni umhverfis- og tæknifulltrúa og Jóni Ragnari Ástþórssyni varabæjarfulltrúa.

9.Sameining: staða verkefna

1809074

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra þar sem fjallað er um stöðu mála og verkefnin framundan vegna breytingar á nafni sveitarfélagsins.
Minnisblað lagt fram.

10.Leikskóli - Stofnun ungbarnaleikskóla

1807094

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra Fjölskyldusviðs.
Minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra Fjölskyldusviðs lagt fram.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna tillögur um fjölgun dagvistarrýma og leggja fyrir bæjarráð í janúar 2019.

11.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja Sorpa kynning á sameiningarhugmyndum

1806442

Lögð fram gögn og upplýsingar varðandi viðræður Kölku sorpeyðingarstöðvar og Sorpu vegna hugmynda um sameiningu fyrirtækjanna.
Lagt fram til kynningar.

12.Samningur við umhverfis- og auðlindaráðuneytið um rekstur Náttúrustofu

1811094

Erindi dags. 29.11.2018 frá forstöðumanni Náttúrustofu Suðvesturlands, ásamt drögum að nýjum samningi milli rekstrarsveitarfélaga náttúrustofa og Umhverfis-og auðlindaráðuneytis.
Bæjarráð gerir athugasemd við 12. grein í drögum að samningnum þar sem orðalag er óljóst og má mistúlka á þann hátt að framlög frá ríkinu til náttúrustofa verði skert og myndi hafa verulega neikvæð áhrif á starfsemi náttúrustofanna.
Bæjarráð leggur til að síðustu setningu 12. greinar í drögunum verði breytt til að taka af allan vafa og verði í samræmi við ákvæði 10. greinar laga nr. 60/1992. Orðalag verði þannig að „sveitarfélögin sem að samningnum standa munu leggja fram a.m.k. 30% af framlagi ríkisins til reksturs stofunnar sem kemur til viðbótar framlagi ríkisins“.

13.Rafnkelsstaðavegur 8 - forkaupsréttur

1812046

Eignin Rafnkelsstaðavegur 8 er í söluferli, óskað var eftir afstöðu til forkaupsréttar sveitarfélagsins að eigninni.
Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja felst ekki eignarland í sölu eignarinnar. Af þeim sökum lítur bæjarráð svo á að forkaupsréttur sveitarfélagsins sé ekki fyrir hendi.

14.Lionsklúbbur Sandgerðis - ósk um styrk

1812052

Erindi dags. 07.12.2018, ósk um styrk vegna útgáfu jólablaðsins Efra-Sandgerði.
Samþykkt að kaupa auglýsingu í blaðinu Efra-Sandgerði.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?