Fara í efni

Bæjarráð

69. fundur 10. mars 2021 kl. 16:00 - 18:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Stytting vinnuvikunnar

2009066

Minnisblað vegna styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki.
Afgreiðsla:

Samþykkt að bæjarstjóri vinni málið áfram.

2.Grenndarstöðvar á þjónustusvæði Kölku

2012017

Erindi frá Steinþóri Þórðarsyni framkvæmdastjóra Kölku.
Afgreiðsla:

Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri Kölku sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð þakkar Steinþóri fyrir kynninguna.

Lagt fram og vísað til skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

3.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar og minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Tillaga sviðsstjóra í minnisblaðinu um endurskoðun jafnréttisáætlunar samþykkt.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga landsþing 2021

2101085

Boð á 36. landsþing sveitarfélaga þann 26.03.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

a) Erindi frá Nesfiski dags. 03.03.2021.
b) Erindi frá Línufljóti dags. 05.03.2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á skipunum Baldvin Njálssyni GK-400 og Njáli GK-063 sem verða seld úr sveitarfélaginu án aflahlutdeildar.

6.Leikskóli rekstur

2103003

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, bæjarstjóra og fjármálastjóra varðandi rekstur á nýjum leikskóla.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til að hefja undirbúning og framkvæmd markaðskönnunar varðandi rekstur á nýjum leikskóla. Í framhaldi af því verði teknar ákvarðanir varðandi rekstrarform leikskólans.

7.Sandgerðisskóli erindi frá 7. bekk

2103049

Erindi varðandi verkefni um umhverfismál og lýðræði.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar nemendum í Sandgerðisskóla fyrir erindið og lýsir ánægju sinni með lýðræðislega þátttöku þeirra, áhuga á umhverfismálum og bættu samfélagi í Suðurnesjabæ.

8.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 - stöðuskýrslur

2007051

Stöðuskýrsla nr. 11.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

a) 38. fundur dags. 23.02.2021.
b) 39. fundur dags. 04.03.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?