Fara í efni

Bæjarráð

68. fundur 24. febrúar 2021 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Viðauki 1, tilfærsla fjárheimilda milli skóla.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðauka 1.

2.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

a) Erindi frá Útskálasókn dags.02.02.2021.
b) Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja dags.16.02.2021.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita styrk til greiðslu fasteignagjalda Útskálasóknar og Golfklúbbs Suðurnesja, sbr erindi.

3.Úttekt 2020 - aðgerðaáætlun - trúnaðarmál

2011095

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ásamt fylgigögnum.
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla:

Tillögum í minnisblaði sviðsstjóra stórnsýslusviðs frestað.
Tillögur í minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs samþykktar.

4.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ

2010066

Svar frá Heilbrigðisráðuneyti dags. 11.02.2021 vegan bókunar bæjarráðs á 66. fundi dags. 27.01.2021.
Afgreiðsla:

Bæjarráð hefur móttekið svar heilbrigðisráðuneytisins við bókun 66. fundar bæjarráðs um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ og óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra um málið. Jafnframt er formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að funda með framkvæmdastjóra SSS um framkvæmd úttektar á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og í Suðurnesjabæ.

5.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2011089

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Lóa - nýsköpunarstyrkir til nýsköpunar á landsbyggðinni 2021

2102065

Reglur um úthlutun Lóu-nýsköpunarstyrkja ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til nýsköpunar á landsbyggðinni fyrir árið 2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Tjarnargata 4 - Almennt um húsnæðið

2102057

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að taka undir tillögu sviðsstjóra um að húsnæðið verði ekki nýtt til íbúðar miðað við núverandi ástand. Samþykkt að unnið verði mat á kostnaði við að koma húsinu í viðunandi horf.

8.Tjarnargata 4 Skýlið

1806571

Á 67. fundi bæjarráðs var afgreiðslu málsins frestað.
Afgreiðsla:

Formaður bæjarráðs vék af fundi við afgreiðslu málsins og varaformaður, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, tók við meðan á afgreiðslu málsins stóð.

Samþykkt að ekki sé mögulegt að verða við erindinu, sbr niðurstöðu um mál nr 7. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu gagnvart Knattspyrnudeild Reynis.

9.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Frumvarp um íbúalágmark.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Fráveita - Útrás og fráveitutengingar Gerðavegi 30 og 32

2012059

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, um framkvæmd við fráveitu.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til undirbúnings framkvæmda við verkið og að viðhöfð verði verðkönnun.

11.HS Veitur - fundarboð aðalfundar 2021

2102103

Boð á aðalfund dags. 22.03.2021, ásamt tillögu stjórnar um kaup á eigin hlutabréfum.
Afgreiðsla:

Samþykkt að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundi HS Veitna.

12.Sandgerðishöfn dómur

1911043

Niðurstaða Landsréttar í máli 812/2019 frá 19. febrúar 2021 er varðar Sandgerðishöfn.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Bæjarráð þakkar þáverandi starfsmönnum Sandgerðishafnar fyrir aðstoð við meðferð málsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?