Fara í efni

Bæjarráð

66. fundur 27. janúar 2021 kl. 16:00 - 19:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ

2010066

Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri HSS.
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið voru Markús Ingólfur Eyjólfsson, forstjóri HSS, Snorri Björnsson, yfirlæknir og Andrea Hauksdóttir, deildarstjóri heilsugæslu HSS.


Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir því til heilbrigðisráðuneytis að íbúar Suðurnesjabæjar fái notið heilbrigðisþjónustu í sínu sveitarfélagi. Á vegum ríkisins er engin heilbrigðisþjónusta rekin í Suðurnesjabæ, á sama tíma og íbúar í öðrum sveitarfélögum landsins búa að því að geta notið heilbrigðisþjónustu í sínum sveitarfélögum. Bæjarráð bendir á að í þessu felst mismunun gagnvart um 3700 íbúum Suðurnesjabæjar og gerir þá kröfu að heilbrigðisráðuneytið vinni að því að bæta hlut íbúa Suðurnesjabæjar að þessu leyti og beiti sér fyrir fjárheimildum til þess.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fer fram á það við heilbrigðisráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins að unnin verði þarfagreining um heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum hið fyrsta. Þá bendir bæjarráð á stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 2020, þar sem gert er ráð fyrir heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ.

2.Stytting vinnuviku á Gefnarborg

2101008

Minnisblað um styttingu vinnuvikunnar á Gefnarborg.
Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsludeildar og Hafrún Víglundsdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt að verða við erindinu um aukið starfshlutfall vegna styttingar vinnuvikunnar á Gefnarborg.

3.Stýrihópur um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ

1912012

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra fræðsluþjónustu.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir tillögu stýrihóps um að hefja undirbúning að útboði á rekstri nýs leikskóla.

4.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Drög að erindisbréfum fastanefnda.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa erindisbréfum til staðfestingar í bæjarstjórn með áorðnum breytingum.

5.Styrkir almennt

1901049

Styrkbeiðnir frá Norrænafélaginu í Suðurnesjabæ, Stígamótum og Samötkunum 78.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita styrki til Norræna félagsins í Suðurnesjabæ kr. 75.000, Stígamóta kr. 100.000 og Samtakanna 78 kr. 100.000.

6.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað vegna ljósleiðaratengingar í dreifbýli.
Afgreiðsla:

Samþykkt að ganga til samninga við Raftel ehf. um fullnaðarhönnun ljósleiðarakerfis í dreifbýli í Suðurnesjabæ.
Samþykkt að tenigjöld fyrir styrkhæfa aðila verði kr. 200.000 og kr. 250.000 fyrir aðra.

7.Úttekt 2020 - aðgerðaáætlun - trúnaðarmál

2011095

Minnisblað ásamt fylgiskjölum.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til samninga við mannauðsráðgjafa eins og lagt er til í minnisblaði.

8.Betri Suðurnesjabær

2011013

Minnisblað og kynning á Betri Suðurnesjabær.
Afgreiðsla:

Samþykkt að opna vefinn Betri Suðurnesjabæ.

9.Verkfallslistar 2021

2101061

Drög að lista yfir þá starfsmenn Suðurnesjabæjar sem undanþegnir eru verkfallsboðun.
Afgreiðsla:

Listi um starfsmenn Suðurnesjabæjar sem undanþegnir eru verkfallsboðun samþykktur samhljóða.

10.Vallargata 19 - Ástand eignar og ákvæði lóðarleigusamnings

2011037

Boð um forkaupsrétt.
Afgreiðsla:

Samþykkt að falla frá forkaupsrétti á eigninni.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?