Fara í efni

Bæjarráð

13. fundur 28. nóvember 2018 kl. 15:00 - 17:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins: 2019

1809099

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2019, ásamt drögum að þjónustugjaldskrá. Lögð fram aðsend erindi sem hafa borist vegna fjárhagsáætlunar.
Samþykkt að vísa fyrirliggjandi styrkbeiðnum til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Fjárhagsáætlun vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum: umsókn um tækifærisleyfi. ósk um umsögn

1809046

Umsögn um umsókn frá Björgunarsveitinni Ægi um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 27.01.2019.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um veitingu leyfisins.

3.Miðhús - hádegismatur

1810119

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, um breytingar á fyrirkomulagi matarþjónustu fyrir aldraða.
Samþykkt að framkvæmd verði eins og fram kemur í minnisblaði og kostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Foreldrafélag Gerðaskóla - beiðni um styrk

1811070

Erindi frá Foreldrafélagi Gerðaskóla dags. 22.11.2018, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna starfsemi félagsins 2018.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

5.Sameiginleg menningarstefna sveitarfélagana á Suðurnesjum

1811072

Erindi frá SSS dags. 23.11.2018, þar sem óskað er viðbragða aðildarsveitarfélaga um endurskoðun sameiginlegrar menningarstefnu sveitarfélaga á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.

6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019

1810025

Lagt fram bréf dags. 23.11.2018 frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti um úthlutun byggðakvóta. Úthlutað er til Sandgerðis 300 þorskígildistonnum og Garðs 15 þorskígildistonnum.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna minnisblað um málið og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs. Málinu er vísað til kynningar í Hafnarráði.

7.Heitloftsþurrkun fiskafurða í Garði

1811075

Fulltrúi B-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:
Varðandi lyktarmengun frá Iðngörðum og/eða öðrum stöðum í sveitarfélaginu. Það er tillaga mín að inná heimasíðunni www.gardurogsandgerdi.is og þar eftir heimasíðu sveitarfélagsins þegar nýtt nafn hefur verið staðfest verði opnaður aðgangur fyrir bæjarbúa til að tilkynna um lyktarmengun þegar heitloftsþurrkanir fiskafurða eru í gangi og ólykt liggur yfir svæðinu. Þessum ábendingum frá bæjarbúum er þá á auðveldan hátt hægt að koma til Heilbrigðiseftirlits og/eða Heilbrigðisnefndar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka tillöguna til vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?