Fara í efni

Bæjarráð

64. fundur 16. desember 2020 kl. 16:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Drög að fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Stytting vinnuvikunnar

2009066

Minnisblað frá mannauðsstjóra um styttingu vinnuvikunnar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra umboð til að afgreiða vinnutímasamkomulag í stofnunum sveitarfélagsins.

3.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Drög að samningi við Ferska vinda vegna hátíðarinnar 2021-2022.
Afgreiðsla:

Samningur samþykktur samhljóða og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

4.Jóla- og kærleikskveðjur

2012040

Þakkarbréf frá Knattspyrnufélaginu Víði.
Afgreiðsla:

Lagt fram. Bæjarráð þakkar Knattspyrnufélaginu Víði fyrir góðar kveðjur.

5.Úttekt 2020 - aðgerðaáætlun - trúnaðarmál

2011095

Minnisblöð frá bæjarstjóra og sviðsstjórum um stöðu og framgang tillagna í úttekt Haraldar Líndal frá september 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Gatnagerð - Hverfi Sunnan Sandgerðisvegar

2012055

Minnisblað frá bæjarstjóra vegna vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í Skerjahverfi.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita heimild til útboðs á framkvæmdinni.

7.Gerðaskóli - Úttekt á innivist og loftgæðum

2006024

Minnisblað bæjarstjóra um framkvæmdir í elstu álmu Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Afgreiðslu málsins er frestað.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?