Fara í efni

Bæjarráð

12. fundur 14. nóvember 2018 kl. 15:00 - 17:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Bjarg Húsnæði stofnframlag

1806474

Fyrir liggur umsókn frá Bjargi leigufélagi um stofnstyrk frá sveitarfélaginu vegna uppbyggingar á 11 íbúða fjölbýlishúsi í Sandgerði.
Samþykkt að óska eftir fundið hið fyrsta með fulltrúum Bjargs til að fara yfir málið.

2.Gefnarborg: stækkun leikskóla

1807093

Fyrir liggur minnisblað og kostnaðaráætlun um stækkun leikskólans Gefnarborgar.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdir við stækkun Gefnarborgar en samkvæmt kostnaðaráætlun er byggingarkostnaður áætlaður kr.118.145.501. Í fjárhagsáætlun 2018 er fjárheimild til verksins að fjárhægð kr. 50.000.000 en um fjárheimild umfram þá fjárhæð er vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2019-2022.

3.Fjölskyldusvið-skipulag frístunda- og félagsþjónustudeildar

1811020

Minnisblað með tillögum frá bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs um skipulag og mönnun sviðsins. Tillaga er um tímabundna ráðningu yfirfélagsráðgjafa til eins árs og um ráðningu tómstundafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir heimild til að ráðið verði tímabundið í stöðu yfirfélagsráðgjafa og í stöðu tómstundafulltrúa.

4.Fjárhagsáætlun 2018 - 2021

1807008

Lögð fram samandregin fjárhagsáætlun fyrir sameinað sveitarfélag fyrir árið 2018.
Lagt fram.

5.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins: 2019

1809099

Lögð fram verkáætlun um vinnslu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019-2022.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir verkáætluninni.

6.GSE ehf - umsókn um rekstrarleyfi - gististaðir í flokki II

1811015

Fyrir liggur erindi frá Sýslumanninum á Suðurnesjum dags. 7. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn GSE ehf. um rekstrarleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að rekstrarleyfið verði veitt.

7.Starfsmannamál - almennt

1811032

Fyrir liggur tillaga frá bæjarstjóra um að starfsfólki sveitarfélagsins verði boðið á þorrablót í Garði í janúar og að haldin verði árshátíð starfsfólks árið 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að sveitarfélagið bjóði öllu starfsfólki sínu á þorrablót í janúar og að haldin verði árshátíð starfsfólks árið 2019. Fjallað verði um fjárheimildir vegna þessa við vinnslu fjárhagsáætlunar.

8.Síminn Samningar um Símavist og fjarskiptaþjónustu

1807087

Fyrir liggur minnisblað varðandi símkerfi fyrir sveitarfélagið, ásamt samningum við Símann. Í minnisblaðinu er m.a. fjallað um það hvort gera eigi ráð fyrir innanhúss símkerfum í grunnskólum.
Bæjarráð samþykkir tilboð Símans um breytingu í viðauka þrjú í þjónustusamningi frá júní 2018 sem felur í sér að símkerfi í báðum grunnskólunum verði uppfærð með öryggisjónarmið að leiðarljósi.

9.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Skagagarðurinn

1810120

Lögð fram umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, til framkvæmda við að gera Skagagarðinn að nýjum ferðamannastað og með áhugaverðri gönguleið meðfram Skagagarði milli Útskála og Kirkjubóls.
Lagt fram. Vísað til kynningar í Ferða-, safna- og menningarráði og Framkvæmda- og skipulagsráði.

10.Öldungaráð Suðurnesja

1810009

Á 11. fundi bæjarráðs þann 24. október voru til umfjöllunar samþykktir fyrir Öldungaráð Suðurnesja og var afgreiðslu frestað.
Bæjarráð áréttar að á 2. fundi bæjarstjórnar þann 4. júlí 2018 voru Hermann Jónsson og Magnús S. Magnússon skipaðir fulltrúar sveitarfélagsins í Öldungaráði Suðurnesja og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir og Pálmi S. Guðmundsson til vara. Bæjarráð telur hins vegar ekki rétt að félagsmálastjóri sveitarfélagsins sé formlega skipaður í ráðið þó honum sé frjálst að funda með ráðinu eins og svigrúm gefst. Að öðru leyti tekur bæjarráð ekki afstöðu til nýrra samþykkta Öldungaráðs Suðurnesja.

11.Öldungaráð: fundargerðir 2018

18061410

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags. 5. nóvember 2018.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?