Fara í efni

Bæjarráð

62. fundur 25. nóvember 2020 kl. 16:00 - 19:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Tillaga að fjárhagsáætlun 2021, drög að gjaldskrá Sandgerðishafnar og minnisblað um endurfjármögnun lána lagt fram.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52%.
Samþykkt að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

a) viðauki 19.
b) viðauki 20.
c) viðauki 21.
d) viðauki 22.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðaukana.

3.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2019

2003077

Fjárfestingayfirlit 2019, gögn til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

4.Fjárhagsáætlun-verklag og verkferlar

2011085

Tillaga um verkáætlun og verkferla við vinnslu fjárhagsáætlana Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

5.Gerðaskóli - Úttekt á innivist og loftgæðum

2006024

Verklýsing frá Eflu um niðurrif og hreinsun húsnæðis.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið.

6.Umsókn um rekstrarleyfi í flokki IV - Airport Hotel Aurora

2007021

Umsögn um umsókn um rekstrarleyfi.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

7.Verkefni 4 - Stytting vinnuvikunnar

2009066

Erindi frá BHM og BSRB um styttingu vinnuvikunnar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Golfklúbbur Suðurnesja - samstarfssamningur

2011035

Erindi frá GS dags. 09.11.2020, ósk um samstarfssamning við Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Bæjarráð telur að ekki sé grundvöllur til að endurnýja samning við GS miðað við forsendur eldri samnings. Hins vegar er Suðurnesjabær tilbúinn í viðræður ef GS hefur sérstakar hugmyndir um samstarf.

9.Betri Suðurnesjabær

2011013

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um verkefnið betraisland.is
Afgreiðsla:

Samþykkt að ráðist verði í tilraunaverkefnið Betri Suðurnesjabær, eins og lagt er til í minnisblaðinu.

10.Almenningsbókasafnið í Garði

1907010

Erindi frá Tanía Björk Gísladóttir, dags.3. nóvember 2020.
Afgreiðsla:

Erindið lagt fram og vísað til fyrri bókunar bæjarráð um bókasafnsmál í Suðurnesjabæ.

11.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2020

2011074

Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Samstarfshópur um samfélagsrannsóknir

2011075

Minnisblað frá samstarfshópi um samfélagsrannsóknir.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Tillaga um kaup á gæðakerfi samþykkt samhljóða.

14.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

a) 23. fundur dags. 30.10.2020.
b) 24. fundur dags. 02.11.2020.
c) 25. fundur dags. 09.11.2020.
d) 26. fundur dags. 16.11.2020.
e) 27. fundur dags. 23.11.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

15.Bílastæðasjóður Suðurnesjabæjar - fundargerðir

1911045

3. fundur stjórnar dags. 17.11.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?