Fara í efni

Bæjarráð

60. fundur 28. október 2020 kl. 16:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Farið yfir vinnugögn vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2021. Einnig erindi frá samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 15.10.2020, frestur til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að óska eftir fresti til afgreiðslu fjárhagsáætlunar samkvæmt erindi ráðuneytisins.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 18, stuðningsþjónusta.
Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Viðauki 18 vegna stuðningsþjónustu samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Rekstraryfirlit 2020

2004048

Rekstaryfirlit fyrir janúar til september 2020.
Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2020-2021

2010050

Erindi frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að óska eftir við atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti, að þar sem ekki er löndunarhöfn í byggðarlaginu Garði, verði fullgilt að fiskiskip sem þar eru skráð og fá úthlutað byggðakvóta, landi afla sem telst til byggðakvóta í öðru byggðarlagi en til vinnslu í byggðarlaginu Garði.

Jafnframt verði óskað eftir breytingu á 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta, um að fyrir byggðarlagið Garð komi m.a. „..og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

5.Helguvík Norðurál

2009087

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar öllum hugmyndum og áformum um atvinnustarfsemi á því landi í Suðurnesjabæ sem Norðurál hefur haft á leigu og byggt mannvirki, eftir að Norðurál hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni ekki hefja álbræðslu á svæðinu. Við þessa ákvörðun Norðuráls þarf að leysa úr ýmsum málum til þess að byggja megi upp aðra atvinnustarfsemi á landinu og er margt af þeirri vinnu lögfræðilegs eðlis. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjabæ. Umrætt land og lóð Norðuráls er allt innan sveitarfélagsmarka Suðurnesjabæjar og fer Suðurnesjabær með skipulagsvald á svæðinu. Hvort sem Samherji fiskeldi, eða aðrir byggja upp atvinnustarfsemi á lóðinni liggur fyrir að vinna þarf ákveðna skipulagsvinnu, bæði aðalskipulag vegna markaðs þynningarsvæðis vegna álbræðslu og að deiliskipuleggja lóðina. Bæjarráð telur eðlilegast að landeigandinn Kadeco í samstarfi við Suðurnesjabæ annist þessa skipulagsvinnu.
Bæjarráð fagnar hugmyndum Samherja fiskeldis um rekstur laxeldis á viðkomandi lóð og lýsir vilja til samstarfs við fyrirtækið við að komast að niðurstöðu um hvort af starfseminni verður.

6.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ

2010066

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir því til heilbrigðisráðuneytis að íbúar Suðurnesjabæjar fái notið heilbrigðisþjónustu í sínu sveitarfélagi. Á vegum ríkisins er engin heilbrigðisþjónusta rekin í Suðurnesjabæ, á meðan íbúar í öðrum sveitarfélögum landsins búa að því að geta notið heilbrigðisþjónustu í sínum sveitarfélögum. Bæjarráð bendir á að í þessu felst mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar og hvetur heilbrigðisráðuneytið til þess að bæta hlut íbúa sveitarfélagsins að þessu leyti og beiti sér fyrir fjárheimildum í fjárlögum næsta árs í því skyni.

Bæjarstjóra falið að óska eftir að forstjóri HSS mæti til fundar hjá bæjarráði.

7.Fráveita Suðurgata - Endurbætur á lögn

2010048

Minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að heimila framkvæmdina.

8.Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - ágóðahlutagreiðsla 2020

2010065

Í erindi frá EBÍ kemur fram að ágóðahlutagreiðsla til Suðurnesjabæjar 2020 nemi kr. 1.937.600.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Tónlist til betra lífs og farsælla samfélags

2010074

Upplýsingar frá skóastjóra tónlistarskólans í Sandgerði um verkefnið „Tónlist til betra lífs og farsælla samfélags“.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir stuðningi við verkefnið og heimilar afnot af Samkomuhúsinu í Sandgerði til afnota fyrir verkefnið.


10.Mannauðsmál

2010090

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Í minnisblaðinu er lagt til að Framkvæmdastjórn, í samstarfi við stjórnendur ákveði með hvaða hætti starfsfólki Suðurnesjabæjar verði þakkað fyrir þeirra störf vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

11.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

1806379

Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva Isavia frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.
Afgreiðsla:

Fréttir af fyrirhuguðum flutningi á höfuðstöðvum Isavia til Hafnarfjarðar koma bæjarráði Suðurnesjabæjar á óvart.
Í nýlegu deiliskipulagi Isavia fyrir vestursvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir mikilli uppbygginu flugtengdrar þjónustu og þar á meðal eru nokkrar lóðir fyrir skrifstofubyggingar. Þá liggur fyrir að aðstaða starfsfólks Isavia er orðinn þröng í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og jafnframt öryggisrök fyrir því að stjórnsýsla flugvallarins sé í húsnæði á svæðinu sem er ótengt flugstöðinni. Því væri bæði rökrétt og skynsamlegt skref hjá Isavia að bregðast við húsnæðisvanda höfuðstöðva sinna með byggingu stjórnsýsluhúss við alþjóðaflugvöllinn sem er hægt að sérsníða að þörfum félagsins. Jafnframt má benda á það hagræði sem myndi hljótast í rekstri Isavia til lengri tíma með því að hafa höfuðstöðvarnar á sama stað og lang mesta starfsemi fyrirtækisins fer fram.
Samkvæmt nýlegri kynningu á skýrslu Kadeco um uppbyggingu og skipulag lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar, telur bæjarráð það rétta í stöðunni að Isavia færi höfuðstöðvar sínar á svæði Keflavíkurflugvallar.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir sér grein fyrir því að mygla á vinnustað er alvarleg og getur kallað á að grípa þurfi til aðgerða með hraði. Hins vegar getur bæjarráð ekki ályktað annað en að flutningur til Hafnarfjarðar sé bráðabirgðalausn og þegar sé farið að huga að uppbygginu höfuðstöðva Isavia við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í samræmi við áform um þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

12.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

a) 20. fundur dags. 20.10.2020.
b) 21. fundur dags. 21.10.2020.
c) 22. fundur dags. 26.10.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?