Fara í efni

Bæjarráð

11. fundur 24. október 2018 kl. 15:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins: 2019

1809099

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið, fór yfir vinnslu fjárhagsáætlunar og helstu forsendur.
Lagt fram bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 10. október 2018, þar sem fram kemur að sveitarfélaginu er veittur frestur til 31. desember 2018 til þess að ljúka afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti lagt fram. Samþykkt að á næsta fundi bæjarráðs verði lögð fram endurskoðun tímaáætlun um vinnslu fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%.

2.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Lagt fram minnisblað þar sem gerð er grein fyrir undirbúningi og kynningu vegna könnunar meðal íbúa um heiti sveitarfélagsins, sem fram fer þann 3. nóvember 2018.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá og staðfesta þátttökuskrá, sem unnin verður upp úr íbúaskrá og miðast við íbúaskrá 26. október 2018.
Bæjarráð hvetur íbúa til að taka þátt í könnuninni um heiti sveitarfélagsins.

3.Gerðaskóli:skólalóð

1809082

Erindi frá skólastjórnendum Gerðaskóla dags. 08.10.2018.
Samþykkt samhljóða að visa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

4.Gerðaskólinýbygging

1809079

Erindi frá skólastjórnendum Gerðaskóla dags. 08.10.2018.
Samþykkt samhljóða að visa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

5.Íþróttamiðstöðin í Garði - ósk um búningsklefa

1810037

Erindi frá skólastjórnendum Gerðaskóla.
Samþykkt samhljóða að visa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

6.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum: umsókn um tækifærisleyfi. ósk um umsögn

1809046

Knattspyrnufélagið Víðir vegna konukvölds 02.11.2018 og herrakvölds 10.11.2018.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd um veitingu tækifærisleyfanna.

7.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019

1810025

Erindi frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta, annars vegar fyrir byggðarlagið í Garði og hins vegar fyrir byggðarlagið í Sandgerði, á grundvelli laga nr. 116/2006.

8.Lionsklúbbur Sandgerðis - jólahátíð eldri borgara í Sandgerði - ósk um styrk

1810074

Erindi frá Lionsklúbbi Sandgerðis, þar sem óskað er eftir afnotum af Samkomuhúsi og fjárstyrk til að halda jólahátíð fyrir eldri borgara.
Samþykkt samhljóða að verða við erindinu og veita fjárstyrk kr. 300.000, enda standi eldri borgurum í sameinuðu sveitarfélagi til boða að mæta á jólahátíðina.

9.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Erindi dags.07.07.2018.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umfjöllunar í Ferða-, safna-og menningarráði.

10.Öldungaráð Suðurnesja

1810009

Samþykktir Öldungaráðs Suðurnesja.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.

11.Selið - ósk um afnot af húsnæði við Stafnesveg

1810072

Erindi frá Sigrúnu Sigurðardóttur og Karen Agnarsdóttur, þar sem leitað er eftir afnotum af húsnæði við Stafnesveg fyrir helgardvöl heilabilaðra.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins. Bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að fara yfir málið með viðkomandi.

12.Vistun í Klettabæ

1810093

Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

13.Guðni á trukknum heimildamynd

1810056

Erindi dags. 11.10.2018 frá Guðmundi Magnússyni, með ósk um styrk til útgáfu heimildamyndar.
Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

14.Nátthagi 8 - lögheimilisskráning

1810073

Erindi dags. 15.10.2018 frá Friðrik Þór Friðrikssyni og Mörtu Eiríksdóttur, sem óska eftir lögheimilisskráningu að Nátthaga 8.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Framkvæmda-og skipulagsráðs til umfjöllunar.

15.Knattspyrnudeild Reynis - ósk um endurnýjun samnings

1810091

Erindi dags. 18.10.2018.
Samþykkt samhljóða að visa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

16.Tónlistarskólinn í Garði - ósk um viðbótarkennslukvóta

1810089

Erindi dags. 18.10.2018.
Samþykkt samhljóða að visa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

17.Fasteignafélag Sandgerðis - fundargerðir 2018

1810081

Fundur stjórnar dags. 16.10.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?