Bæjarráð
Dagskrá
1.Öldungaráð Suðurnesja
1810009
Fulltrúar í Öldungaráði Suðurnesja, Jórunn A Guðmundsdóttir og Erna M Sveinbjarnardóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið sem gestir. Farið var yfir nokkur málefni sem gestir gerðu grein fyrir og voru til umræðu. Meðal annars það að í sveitarfélaginu er engin heilbrigðisþjónusta við íbúana.
Samþykkt samhljóða að óskað verði eftir fundi með heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu, með það að markmiði að íbúar sveitarfélagsins fái notið heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
2.Heiti sameinaðs sveitarfélags.
1807102
Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar frá 3. október, þar sem bæjarráði er falin umsjón með undirbúningi og framkvæmd íbúakosningar um heiti nýs sveitarfélags.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að fylgja samþykkt bæjarstjórnar eftir.
3.Lækjamót 65 viðauki 2018
1809121
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun, ásamt greinargerð, varðandi rekstur húsnæðisúrræðis fyrir folk með fötlun.
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
4.Knattspyrnufélagið Víðir - Skemmtanaleyfi í Samkomuhúsi
1810006
Í erindi frá Knattspyrnufélaginu Víði er óskað eftir að sveitarfélagið greiði fyrir tækifærisleyfi vegna viðburða félagsins í Samkomuhúsinu í Garði.
Bæjarráð telur ekki rétt að sveitarfélagið veiti styrki vegna kostnaðar við tækifærisleyfi.
5.Íþróttafélagið Nes - ósk um samstarfssamning
1809119
Í erindi frá Nes, íþróttafélagi fatlaðra dags. 22.09.2018 er óskað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið til 5 ára. Gildandi samstarfssamningur rennur út í árslok.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.
6.Björgunarsveitin Ægir - samstarfssamningur
1808037
Í erindi frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði dags. 03.10.2018 er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um endurnýjun eða endurskoðun samstarfssamnings Ægis og sveitarfélagsins. Núgildandi samningur rennur út í árslok.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.
7.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - fundarboð - ársfundur
1810002
Boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þann 10. október 2018.
Lagt fram.
8.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundarboð aðalfundar
1810010
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn þann 10. október 2018.
Samþykkt að Bæjarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
9.Öldungaráð: fundargerðir 2018
18061410
Fundargerð stjórnar dags. 01.10.2018.
Samþykkt að tillögu um breytingar á samþykktum Öldungaráðs Suðurnesja verði vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
Fundi slitið - kl. 18:00.