Fara í efni

Bæjarráð

59. fundur 14. október 2020 kl. 16:00 - 18:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Gögn frá fjármálastjóra lögð fyrir, þ.m.t. uppreiknuð gjaldskrá, málaflokkayfirlit og tillögur að afslætti á fasteignaskatti 2021.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir drög að fjárhagsáætlun.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 17 vegna húsnæðiskostnaðar fyrir skólasel í Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Viðauki 17 vegna húsnæðiskostnaðar fyrir skólasel í Gerðaskóla samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Innkaupareglur

1806800

Drög að innkaupareglum.
Afgreiðsla:

Innkaupastefna og innkaupareglur Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða eins og þær liggja fyrir í drögum.

4.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2005085

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu. Í minnisblaðinu er lagt til að stofnaður verði samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að stofnaður verði samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ samkvæmt tillögu og greinargerð í minnisblaði sviðsstjóra.

5.Útboð Gerðaskóli - Stækkun 2020

2009075

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir niðurstöðum útboðs á framkvæmdum við stækkun Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Braga Guðmundsson ehf., um framkvæmdir við stækkun Gerðaskóla.

6.GÓÐAR SÖGUR 2020 Almannatengslaherferð HN Markaðssamskipta fyrir Hekluna

2010022

Skýrsla frá HN markaðssamskiptum fyrir Hekluna 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Byggðasafn Garðskaga

1809075

Samningar vegna Byggðasafnsins á Garðskaga.
Afgreiðsla:


Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta taka saman greinargerð um rekstur og starfsemi Byggðasafnsins á Garðskaga.

8.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Fundargerðir aðgerðastjórnar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Fastanefndir - kosning

2003091

Breytingar á fulltrúa J-lista í kjörstjórn.
Afgreiðsla:

Hólmfríður Árnadóttir tekur sæti sem varamaður í undirkjörstjórn í Sandgerði í stað Helgu Karlsdóttur.


10.Helguvík Norðurál

2009087

Erindi frá Kadeco dags. 08.10.20202 vegna málefna Norðurál Helguvík.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Menntastefna

2001051

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, deildarstjóra fræðsluþjónustu og deildarstjóra frístundaþjónustu varðandi starfshóp um mótun menntastefnu.
Afgreiðsla:

Samþykkt að í stað menntastefnu verði unnin mennta-og frístundastefna Suðurnesjabæjar. Samþykkt að deildarstjóri frístundaþjónustu og formaður íþrótta-og tómstundaráðs taki sæti í starfshópi sem vinnur að mótun stefnunnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?