Fara í efni

Bæjarráð

59. fundur 14. október 2020 kl. 16:00 - 18:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir drög að fjárhagsáætlun.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Afgreiðsla:

Viðauki 17 vegna húsnæðiskostnaðar fyrir skólasel í Gerðaskóla samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Innkaupareglur

1806800

Afgreiðsla:

Innkaupastefna og innkaupareglur Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða eins og þær liggja fyrir í drögum.

4.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2005085

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að stofnaður verði samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ samkvæmt tillögu og greinargerð í minnisblaði sviðsstjóra.

5.Útboð Gerðaskóli - Stækkun 2020

2009075

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Braga Guðmundsson ehf., um framkvæmdir við stækkun Gerðaskóla.

6.GÓÐAR SÖGUR 2020 Almannatengslaherferð HN Markaðssamskipta fyrir Hekluna

2010022

Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Byggðasafn Garðskaga

1809075

Afgreiðsla:


Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta taka saman greinargerð um rekstur og starfsemi Byggðasafnsins á Garðskaga.

8.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Fastanefndir - kosning

2003091

Afgreiðsla:

Hólmfríður Árnadóttir tekur sæti sem varamaður í undirkjörstjórn í Sandgerði í stað Helgu Karlsdóttur.


10.Helguvík Norðurál

2009087

Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Menntastefna

2001051

Afgreiðsla:

Samþykkt að í stað menntastefnu verði unnin mennta-og frístundastefna Suðurnesjabæjar. Samþykkt að deildarstjóri frístundaþjónustu og formaður íþrótta-og tómstundaráðs taki sæti í starfshópi sem vinnur að mótun stefnunnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?