Fara í efni

Bæjarráð

58. fundur 23. september 2020 kl. 16:00 - 19:35 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum

2008032

Erindi frá Reykjaneshöfn og Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
Afgreiðsla:

Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna og Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir erindinu. Fyrir liggur undirrituð viljayfirlýsing Reykjanesbæjar, Reykjaneshafna og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur um verkefnið.

Bæjarráð lýsir stuðning við verkefnið sem er til þess fallið að styrkja stoðir atvinnulífs á Suðurnesjum. Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til að styðja við verkefnið á allan mögulegan hátt.

2.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Minnisblað frá fjármálastjóra ásamt starfsáætlunum.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir minnisblað og starfsáætlanir.

Mál í vinnslu.

3.Fjölþætt heilsuefling 65 í sveitarfélögum.

2009104

Minnisblað frá fjölskyldusviði.
Afgreiðsla:

Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir málið.

Afgreiðslu málsins frestað.

4.íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

2009037

Drög að reglum vegna styrkja.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Tilnefning í samstarfshóp - samfélagsrannsóknir

2009067

Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í vinnuhóp vegna samfélagsrannsókna. Markmið verkefnisins er að auka rannsóknir sem sveitarfélög og ríki geta byggt á við stefnumótun fyrir svæðið í heild eða einstaka málaflokka.
Afgreiðsla:

Samþykkt að tilnefna Bergný Jónu Sævarsdóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og Guðrúnu Björg Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs í vinnuhópinn fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

6.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og verkefnisstjóra á skipulags- og umhverfissviði.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar 2021.

7.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að sækja um framlög úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða skv. minnisblaði.

8.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt með tveimur atkvæðum D- og J- lista að fela bæjarstjóra að ljúka við samning við Ferska vinda um hátíðina 2021-2022 að upphæð kr. 4.000.000. Fulltrúi H-lista sat hjá.

9.Sköpun starfa á Suðurnesjum

2009113

Viljayfirlýsing SSS, SAR og Vinnumálastofnunar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að Suðurnesjabær leiti leiða til að skapa störf eins og viljayfirlýsingin kveður á um.

10.Helguvík Norðurál

2009087

Erindi frá forstjóra Norðuráls og minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Atvinnumál og opinber starfsemi á Suðurnesjum.

2003094

Upplýsingar um atvinnuleysisitölur í september.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Árshátíð 2020

1911067

Minnisblað frá árshátíðarnefnd.
Afgreiðsla:

Árshátíðarnefnd leggur til að fyrirhuguð árshátíð starfsmanna Suðurnesjabæjar verði ekki haldin í ár vegna heimsfaraldurs Covid. Bæjarstjóra er falið að vinna að hugmyndum til að koma til móts við starfsmenn með öðrum hætti í samráði við árshátíðarnefnd.

13.Litla leikfélagið

2009041

Drög að samkomulagi um stofnun Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna samþykkt um Menningarsjóð Suðurnesjabæjar, sbr. efni samkomulagsins.

14.Fundarboð - aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses

2009108

Fundarboð aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. sem fram fer mánudaginn 28. september 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?