Fara í efni

Bæjarráð

9. fundur 25. september 2018 kl. 15:00 - 17:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins: 2019

1809099

Elisabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið, fór yfir drög að verkáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar og minnisblað um helstu forsendur fjárhagsáætlunar.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að óska eftir rýmri tíma til afgreiðslu fjárhagsáætlunar en lögbundið er, sbr. 62. gr. Sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt að hefja vinnu við fjárhagsáætlun á grundvelli forsenda um almennar verðlagsbreytingar, sbr. minnisblað.

2.Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis

1809097

Lagt fram minnisblað um fund bæjarstjóra og umhverfis-og tæknifulltrúa með fulltrúum Vegagerðarinnar, þar sem m.a. er fjallað um göngu-og hjólastíg milli Garðs og Sandgerðis.
Minnisblaðið lagt fram.
Bæjarráð lýsir ánægju með að undirbúningur framkvæmda við göngustíg milli Garðs og Sandgerðis sé hafinn.

3.Blaðið Skiphóll: ósk um styrk

1809090

Í erindi dags. 18.09.2018 er óskað eftir stuðningi til útgáfu blaðsins Skiphóls.
Samþykkt að veita bæjarstjóra heimild til að kaupa auglýsingu í blaðinu Skiphól.

4.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum: umsókn um tækifærisleyfi. ósk um umsögn

1809046

Í erindi frá sýslumanni er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um umsókn Frumherji um tækifærisleyfi vegna árshátíðar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umrætt tækifærisleyfi verði veitt.

5.Fjölskyldusvið: skipulag frístundadeildar: tillögur

1808064

Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir tillögum um skipulag fjölskyldusviðs.
Samþykkt að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra að vinna frekar úr tillögum um skipulag fjölskyldusviðs.

6.Grunnskólinn í Sandgerði:starfsmannamál

1809085

Máli vísað frá fræðsluráði til bæjarráðs.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að afgreiða málið í samráði við skólastjóra og sviðsstjóra.

7.Kistugerði: ósk um vinnuaðstöðu

1809063

Erindi frá Guðmundi Magnússyni dags.10.09.2018, þar sem óskað er eftir afnotum af húsnæði fyrir vinnuaðstöðu að Heiðartúni 2 í Garði.
Í ljósi þeirrar starfsemi sem fer fram í viðkomandi húsnæði, telur bæjarráð ekki mögulegt að verða við erindinu að þessu sinni.

8.Öldungaráð: fundargerðir 2018

18061410

Fundargerð stjórnar dags. 10.09.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni síðunnar?