Fara í efni

Bæjarráð

57. fundur 09. september 2020 kl. 16:00 - 18:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Endurfjármögnun lána

2009063

Minnisblað frá fjármálastjóra.
Afgreiðsla:

Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta og að heimila lántöku, til allt að 13 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 1.000.000.000. Lánið verði tekið til endurfjármögnunar til að greiða upp eldra lán sem var til 23 ára. Lánstími á nýju láni er styttri og vextir lægri.

2.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 16 vegna vinnuskóla, sumarvinnu og sumarúrræða fyrir námsmenn.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Viðauki 16 vegna vinnuskóla, sumarvinnu og sumarúrræða fyrir námsmenn samþykktur samhljóða.

4.Innkaupareglur

1806800

Drög að stefnu og innkaupareglum Suðurnesjabæjar
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

2009037

Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög vegna íþrótta- og tómstundastyrkja vegna Covid-19.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju sinni með að félags- og barnamálaráðherra leggi áherslu á að komið sé til móts við tekjulægri heimili í kjölfar Covid -19 en hvetur ráðherra jafnframt til þess að horfa til víðara tímabils en getið er um í fyrstu grein í leiðbeiningunum þannig að fleiri geti nýtt sér úrræðið. Nú er að hefjast erfiður vetur fyrir margar barnafjölskyldur og mikilvægt er að renna stoðum undir tækifæri allra barna og unglinga til þátttöku í íþróttum og tómstundum.
Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundaráðs, fræðsluráðs og fjölskyldu- og velferðarráðs til umfjöllunar.

6.Ályktun Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi

2009018

Ályktun Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi vegna hertra sóttvarna á landamærum frá 31 ágúst 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir áhyggjur Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi um stöðu atvinnulífsins á svæðinu og fækkun ferðamanna til landsins. Bæjarráð skorar á Ríkisstjórn Íslands að eiga aukið samtal við atvinnulífið með það að leiðarljósi að finna leiðir til að efla það.

7.Heimsókn félags- og barnamálaráðherra 7. september 2020

2009052

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjölskyldusvið frá fundi með félags- og barnamálaráðherra 7. september 2020.
Lagt fram.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar þakkar Ásmundi Daða Einarssyni, félags- og barnamálaráðherra, fyrir góðan fund sem fram fór mánudaginn 7. september og leggur áherslu á áframhaldandi samtal og samvinnu. Ástandið er og verður erfitt fyrir fjölskyldur og einstaklinga á Suðurnesjum á næstu mánuðum og jafnvel árum. Atvinnuleysi í Suðurnesjabæ hefur aukist og telst ástandið orðið mjög alvarlegt og því rík ástæða til þess að efla þær grunnstoðir sem til staðar þurfa að vera í sveitarfélaginu til að lágmarka þann skaða sem getur hlotist af. Þá er afar mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins geti notið góðrar heilbrigðisþjónustu í eigin sveitarfélagi eins og í íbúar annarra sveitarfélaga og að geðheilbrigðisþjónusta verði efld til muna á Suðurnesjum. Þá er mikilvægt að horft sé til þess fjölbreytileika sem er í sveitarfélaginu og að aðgerðir taki mið af fjölmenningarsamfélagi. Skorar bæjarráð á félags- og barnamálaráðherra að hlaupa undir bagga með fulltrúum Suðurnesjabæjar við að verkefnin fái hljómgrunn annarra ráðuneyta.


8.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð leggur áherslu á að Suðurnesjabær sæki um styrki í sjóðinn og vísar málinu til umfjöllunar í ferða-, safna- og menningarráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?