Fara í efni

Bæjarráð

56. fundur 26. ágúst 2020 kl. 16:00 - 18:05 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Forsendur, markmið og sviðsmyndir.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 1 og 2.

Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki nr. 15, viðhald Hólmsteins.
Afgreiðsla:

Viðauki 15 er vegna viðhalds bátsins Hólmsteins samkvæmt samþykkt 55. fundar bæjarráðs.

Viðauki 15 samþykktur samhljóða.

3.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2020

2003071

Gögn vegna framkvæmda við fráveitu sunnan Sandgerðisvegar og minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Í minnisblaði kemur m.a. fram að hönnun fráveitunnar liggi fyrir, ásamt kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða að veita heimild til að framkvæmdir við verkefnið verði boðnar út. Jafnframt samþykkt að verkefnið fari til frekari umfjöllunar í framkvæmda-og skipulagsráði.

4.Gerðaskóli - Úttekt á innivist og loftgæðum

2006024

Skýrsla frá Eflu verkfræðisstofu um innivist.
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Í skýrslunni er gerð grein fyrir lagfæringum sem gera þarf á húsnæði Gerðaskóla til að gæði innivistar verði eins og vera ber.

Lagt fram.

5.Gerðaskóli - húsnæðismál

1809079

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að hönnun og áætlanagerð vegna viðbyggingar við Gerðaskóla liggi fyrir.

Samþykkt samhljóða að veita heimild til að hefja undirbúning að útboði verksins. Jafnframt að verkefnið fari til frekari umfjöllunar í framkvæmda-og skipulagsráði.

6.Ósk íbúa í Nátthaga um malbikun gatna

2008011

Erindi frá íbúum Nátthaga, dags. 10. ágúst 2020 og minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að funda með fulltrúum félags umráðamanna lóða undir frístundahús í Nátthaga.

7.Sveitarstjórnarlög fjarfundir

2003076

Auglýsing nr.780 frá 11. ágúst 2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Atvinnumál og opinber starfsemi á Suðurnesjum.

2003094

Upplýsingar um atvinnuleysistölur í ágúst.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, almennt og minnkandi starfshlutfall, telji um 17% á Suðurnesjum og tæplega 14% í Suðurnesjabæ. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum.

Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnumálum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumarmánuðum, þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur í för með sér fækkun starfsfólks. Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga einstaklinga og heimili vegna atvinnumissis og óvissu í atvinnu- og fjármálum.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir og leita leiða til að koma hjólum flugtengdrar starfsemi í gang að nýju.

Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.

9.Ósk um tímabundið leyfi

1905084

Ósk frá Bryndísi Einarsdóttur um tímabundið leyfi sem varabæjarfulltrúi.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að verða við erindinu og veita Bryndísi Einarsdóttur tímabundið leyfi frá störfum sem varabæjarfulltrúi út janúar 2021.

10.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

758. fundur stjórnar dags. 19.08.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:05.

Getum við bætt efni síðunnar?