Fara í efni

Bæjarráð

55. fundur 12. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:25 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2020

2003071

Afgreiðsla:

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð leggur áherslu á að unnin verði áætlun um viðhald eigna árið 2021 sem verði til umfjöllunar við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Lagt fram.

2.Hólmsteinn

2007012

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að verja 2 mkr. til viðhalds á bátnum Hólmsteini sem er hluti af byggðasafni. Verkefnið verði fjármagnað af liðnum menningarmál. Jafnframt verði unnin áætlun um frekara viðhald á bátnum.

3.Taramar

1905071

Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að funda með stjórnendum Taramar um málefni félagsins.Lagt fram.

4.Ósk um tímabundið leyfi

1905084

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Vitor Hugo Eugenio leyfi frá skyldum sem bæjarfulltrúi til 1. janúar 2021.

5.Rekstraryfirlit 2020

2004048

Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Fræðsluþjónusta

1911069

Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni síðunnar?