Fara í efni

Bæjarráð

55. fundur 12. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:25 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2020

2003071

Yfirlit yfir viðhaldsframkvæmdir á árinu 2020.
Afgreiðsla:

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð leggur áherslu á að unnin verði áætlun um viðhald eigna árið 2021 sem verði til umfjöllunar við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Lagt fram.

2.Hólmsteinn

2007012

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og verkefnisstjóra umhverfismála.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að verja 2 mkr. til viðhalds á bátnum Hólmsteini sem er hluti af byggðasafni. Verkefnið verði fjármagnað af liðnum menningarmál. Jafnframt verði unnin áætlun um frekara viðhald á bátnum.

3.Taramar

1905071

Fréttabréf dags. 26.07.2020.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að funda með stjórnendum Taramar um málefni félagsins.Lagt fram.

4.Ósk um tímabundið leyfi

1905084

Ósk frá Vitor Hugo Eugenio um áframhaldandi leyfi frá skyldum sem bæjarfulltrúi.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Vitor Hugo Eugenio leyfi frá skyldum sem bæjarfulltrúi til 1. janúar 2021.

5.Rekstraryfirlit 2020

2004048

Rekstraryfirlit janúar til júní 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Drög að verkáætlun við gerð fjárhagsáætlunar Suðurnesjabæjar 2021-2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Minnisblað frá aðgerðastjórn.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Fræðsluþjónusta

1911069

Drög að samningi um fræðsluþjónustu.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni síðunnar?