Fara í efni

Bæjarráð

54. fundur 22. júlí 2020 kl. 08:15 - 09:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fræðsluþjónusta

1911069

Þjónustusamningur Suðurnesjabæjar og Sv. Voga um aðkeypta þjónustu af fræðsludeild.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Suðurnesjabær hefur hlotið vottun skv. ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar. Umfang vottunar nær til allra launa og kjara starfsmanna Suðurnesjabæjar. Vottunin gildir frá 24. júní 2020 til 24. júní 2023.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju með vottunina sem er mikilvægt skref í að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar sem samþykkt var í nóvember 2019. Með vottuninni staðfestist að hjá Suðurnesjabæ séu launaákvarðanir kerfisbundnar og að reglulega sé fylgst með því að starfsfólk sem vinnur jafnverðmæt og sömu störf fái sambærileg laun óháð kynferði eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

3.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 - stöðuskýrslur

2007051

a) Stöðuskýrsla dags. 03.06.2020.
b) Stöðuskýrsla dags. 16.06.2020.
c) Stöðuskýrsla dags. 03.07.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að áfram sé fylgst með þróun mála í Suðurnesjabæ og að Starfshópur um stöðu Suðurnesja fylgi málum áfram eftir í samráði við aðra hagsmunaaðila.

4.Vinnufundur um málefni aldraðra - 1

2006024F

Fundur dags. 30.06.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.



5.Öldungaráð Suðurnesja fundargerðir 2020

2002008

Fundur dags.29.06.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Starfshópur um afhendingaröryggi orku á Suðurnesjum - fundargerðir

2007050

Fundur dags. 11.06.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?