Fara í efni

Bæjarráð

53. fundur 08. júlí 2020 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Drög að breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

2.Ferðamenn á Reykjanesi 2007-2019

2006106

Skýrsla frá Rögnvaldi Guðmundssyni frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, um ferðamenn á Reykjanesi. Um er að ræða samantekt frá árinu 2007 til ársins 2019.

3.Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum

1905099

Á 8. fundi íþrótta- og tómstundaráðs var beiðni Samráðshóps um Heilsueflandi samfélaga á Suðurnesjum tekið fyrir þar sem lagt er til við sveitarfélögin á Suðurnesjum að fella niður gjöld fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára þvert á sveitarfélög og að árskort í sundlaugarnar gildi á milli sundlauga á Suðurnesjum. Íþrótta- og tómstundaráð fagnar tillögunum og styður heilsuhugar að þeim verði framfylgt með heilsueflingu Suðurnesjamanna að leiðarljósi
Samþykkt að málið verði unnið áfram í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum.

4.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutunanir 2020

1909061

Minnisblað frá fjármálastjóra vegna enduráætlaðra jöfnunarframlaga til Suðurnesjabæjar ásamt upplýsingum frá Jöfnunarsjóði.
Samkvæmt yfirliti um enduráætlun framlaga lækka framlög til Suðurnesjabæjar um 72,5 mkr. Ástæðan eru efnahagsleg áhrif af Covid 19 faraldrinum, sem valda samdrætti í skatttekjum ríkissjóðs og leiða til þess að tekjur Jöfnunarsjóðs lækka frá því sem áætlað var.

5.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Samþykkt að gengið verði til samninga við Ferska vinda um að listahátíðin verði haldin í desember 2021 og janúar 2022.

6.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 14 vegna lántöku.
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 14.

7.Verkefni 1 -Tímaskráningakerfi

2002035

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, fjármálastjóra og mannauðsstjóra.
Samþykkt samhljóða að veita heimild til að gerður verði samningur um tímaskráningarkerfið Vinnustund, eins og lagt er til í minnisblaðinu.

8.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Minnisblað frá aðgerðarstjórn.

9.Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024

2007015

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna forsenda fjárhagsáætlana 2021-2024.

10.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2020

2001056

20. fundur dags. 18. júní 2020.
Samþykkt samhljóða að staðfesta eftirfarandi samþykktir fjölskyldu-og velferðarráðs:

Mál nr 6 í fundargerðinni, varðandi styrki til náms og verkfærakaupa.
Mál nr 7 í fundargerðinni, reglur um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð.
Mál nr 8 í fundargerðinni, þjónusta við stuðningsfjölskyldur.
Mál nr 9 í fundargerðinni, reglur um Miðhús.
Mál nr 10 í fundargerðinni, um sérstakan húsnæðisstuðning.
Mál nr 11 í fundargerðinni, um könnun og meðferð einstaka barnaverndarmála.
Mál nr 12 í fundargerðinni, reglur um fjárhagsaðstoð.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

11.Heklan fundargerðir 2020

2002012

78. fundur stjórnar Heklunnar dags. 29.06.2020

12.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2020

2002040

49. fundur stjórnar dags. 23.06.2020.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?