Fara í efni

Bæjarráð

52. fundur 24. júní 2020 kl. 08:15 - 10:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir varamaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2020

2004048

Rekstraryfirlit janúar - maí 2020.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 13 vegna kjarasamninga.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:
Samþykkt að staðfesta viðauka 13.

3.Forsetakosningar 2020

2006001

Kjörskrárstofn vegna forsetakosninga 27. júní 2020.
Afgreiðsla:

Bæjarráð fór yfir og samþykkti kjörskrárstofn vegna forsetakosninga 2020. Sbr. 2. mgr. 24. gr. kosningalag áritaði bæjarstjóri kjörskrá fyrir hönd bæjarstjórnar. Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar á kjörskrá og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma vegna forsetakosninga þann 27. júní 2020, sbr. 27. gr. kosningalaga.

4.Málefni SSS

1912055

Erindi frá SSS dags. 15.06.2020, varðandi lántöku til kaupa á skrifstofuhúsnæði.
Afgreiðsla:

Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 87.00.000,- kr. til 15 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Bæjarráð veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til kaupa á skrifstofuhúsnæði að Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ sem hýsir starfsemi S.S.S. og tengdra aðila sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bæjarráð skuldbindur hér með Suðurnesjabæ sem eiganda Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Suðurnesjabær selji eignarhlut í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Suðurnesjabær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu á sínum hluta.

Jafnframt er Magnúsi Stefánssyni kt. 011060-3319 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Suðurnesjabæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninga.

5.Skötumessa 2020

2006052

Erindi frá Ásmundi Friðrikssyni, fh. framkvæmdahóps Skötumessu, ósk um afnot af húsnæði Gerðaskóla vegan Skötumessu 22.07.2020.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita Skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði í Gerðaskóla þann 22. júlí 2020. Bæjarráð leggur áherslu á að farið verði að reglum og leiðbeiningum um sóttvarnir vegna Covid-19.

6.Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting ofan Byggðavegar

2003001

Mál frá 18. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs. Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna
breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að
deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla við Byggðaveg skv. 41.gr. skipulagslaga. Samhliða verði auglýst lítilsháttar breyting á skipulagsmörkum íbúðasvæðis við Lækjamót sem liggja mun að skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Byggðaveg.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýsa og kynna breytingar á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla við Byggðaveg skv. 41. gr. skipulagslaga. Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði lítilsháttar breyting á skipulagsmörkum íbúðasvæðis við Lækjamót sem liggja mun að skipulagsmörkum deiliskipulags við Byggðaveg.

7.Málefni aldraðra - skýrsla frá 2017

2006018

Á 51. fundi bæjarráðs var samþykkt að skipaður verði starfshópur til að yfirfara og uppfæra fyrirliggjandi samantekt ásamt niðurstöðum fundar um málefni aldraðra frá því 17. janúar 2020. Skipun starfshóps var frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að tilnefna Hólmfríði Skarphéðinsdóttur, Laufey Erlendsdóttur og Magnús S. Magnússon fulltrúa í starfshópinn ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

8.Kæra útboðs

2002019

Úrskurður kærunefndar útboðsmála 15. júní 2020 í máli nr. 5/2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

9.Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

2006081

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.
Afgreiðsla:

Erindið lagt fram og vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar 2021.

10.Atvinnumál og opinber starfsemi á Suðurnesjum.

2003094

Upplýsingar um atvinnuleysistölur frá 15. júní 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Tónlistarskóli Sandgerðis, aukið starfshlutfall

1904005

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis. Ósk um aukið stöðugildi hjá tónlistarskólanum.
Afgreiðsla:

Afgreiðslu málsins frestað.

12.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Drög að samstarfssamningi við körfuknattleiksdeild Ksf. Reynis.
Afgreiðsla:

Drög að samstarfssamningi samþykkt samhljóða.

13.Reglur um stuðning við leiðbeinendur í grunnskólum Suðurnesjabæjar sem fara í réttindanám

1905056

Minnisblað frá deildarstjóra fræðsludeildar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.

14.Menntastefna

2001051

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Tillaga um skipan starfshóps og verkefnisáætlun samþykkt samhljóða.

15.Starfshópur um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum

1911074

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Afgreiðsla:

Samþykkt að tilnefna bæjarstjóra sem fulltrúa Suðurnesjabæjar í starfshópnum.

16.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

2006087

Árlegur landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn í Hofi á Akureyri dagana 15. og 16. september nk. í samstarfi Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Bláa Lónið erindi til hluthafa

2005092

Fundarboð aðalfundar Bláalónsins sem fram fer 26. júní n.k.
Afgreiðsla:

Samþykkt að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

18.Aðalfundur Eignarhaldsfélag Suðurnesja

2006091

Fundarboð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurnesja sem fram fer fimmtudaginn 25. júní.
Afgreiðsla:

Samþykkt að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

19.Dýpkun Sandgerðishöfn - aðgerðaáætlun stjórnvalda

2004021

Minnisblað vegna dýpkunar Sandgerðishafnar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í framkvæmdina.

20.Hafnarráð - 10

2006006F

Fundur dags. 11.06.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

21.Framkvæmda- og skipulagsráð - 18

2006012F

Fundur dags. 16.06.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2020

2002007

885. fundur stjórnar dags. 12.06.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

23.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

757. fundur stjórnar dags. 15.06.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

24.Fasteignafélag Sandgerðis - fundargerð aðalfundar

2003014

a) fundargerð aðalfundar dags. 08.06.2020.
b) fundargerð framhalds aðalfundar dags. 11.06.2020.
c) ársreikningur 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni síðunnar?