Fara í efni

Bæjarráð

8. fundur 19. september 2018 kl. 15:00 - 16:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Sameining: staða verkefna

1809074

Bryndís Gunnlaugsdóttir ráðgjafi sat fundinn vegna 1. og 2. máls á dagskrá.

Lagt fram yfirlit yfir stöðu verkefna vegna sameiningar, er komu fram í samantekt undirbúningsstjórnar til bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð færir starfsfólki sveitarfélagsins, sem hefur unnið bæði erfitt og krefjandi starf í sameiningarferlinu, innilegar þakkir fyrir þeirra vinnu. Án þeirra framlags værum við ekki jafn langt komin í þeim fjölda verkefna sem vinna þarf í kjölfar sameiningarinnar.

Framundan eru ýmis spennandi verkefni sem bæjarráð hlakkar til að leysa í góðri samvinnu með starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum.

2.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Fyrir liggur minnisblað með tillögu að verkáætlun um val á heiti sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu um verkáætlun og að Hvíta húsið ehf. verði fengið til samstarfs við bæjarstjórn um val á nafnatillögum sem verði kosið um.

Stefnt er að því að bæjarstjórn staðfesti þær tillögur að nöfnum sem kosið verði um á fundi bæjarstjórnar þann 3. október, með það að markmiði að kosning fari fram hinn 3. nóvember.

3.Áhaldahús Sandgerðis og Garðs

1809035

Málinu var frestað á 7. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að tímabundin ráðning starfsmanns í áhaldahúsinu verði framlengd til áramóta.

Bæjarráð vísar erindinu einnig til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

4.Fjölskyldusvið: skipulag frístundadeildar: tillögur

1808064

Málinu var frestað á 7. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Jafnframt að bæjarráð mun fá sviðsstjóra fjölskyldusviðs á fund bæjarráðs, þar sem farið verði yfir tillögu að skipulagi fjölskyldusviðs.

5.Reynir Sandgerði: knattspyrnudeild

1806426

Fyrir liggur bréf sem afhent hefur verið Knattspyrnufélaginu Reyni, þar sem fram kemur að félaginu séu færðar kr. 250.000, í tilefni þess að Reynir varð deildarmeistari 4. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu.
Bæjarráð óskar knattspyrnuliði Reynis innilega til hamingju með frábæran árangur í íslandsmótinu í knattspyrnu og deildarmeistaratitil 4. deildar.

Af því tilefni leggur bæjarráð til að bæjarstjórn samþykki að Knattspyrnufélaginu Reyni verði færðar kr. 250.000.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni síðunnar?