Fara í efni

Bæjarráð

7. fundur 12. september 2018 kl. 15:00 - 17:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Bryndís Gunnlaugsdóttir ráðgjafi
Dagskrá
Ólafur Þór Ólafsson vék að fundi kl.16:30 við lok fimmta máls og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir tók við formennsku.

1.Brunavarnir Suðurnesja: fundargerðir 2018

1809047

Stjórn BS samþykkti lægsta tilboð frá Ístak ehf., um byggingu á nýrri slökkvistöð, með fyrirvara um samþykki sveitarfélaganna sem standa að BS.
Undir þessum lið mættu Friðjón Einarsson, formaður stjórnar BS og Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri.

Bæjarráð tekur jákvætt í uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar í samræmi við framkomnar hugmyndir og samþykkir að BS hefji undirbúning fjármögnunar er verður síðan lögð fyrir bæjarráð.

2.Frístundavefsíða: tillaga að kaupum.

1808075

Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í að gera sérstakan frístundavef fyrir sveitarfélagið enda er kostnaður innan ramma fjárhagsáætlunar 2018.

3.Fjölskyldusvið: skipulag frístundadeildar: tillögur

1808064

Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

4.Áhaldahús Sandgerðis og Garðs

1809035

Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Málið rætt og ráðgjafa falið að vinna málið áfram.

6.Gerðaskóli: ósk um aukningu á stöðugildum

1806155

Mikil aukning hefur orðið á nemendum með sérþarfir við Gerðaskóla og er því óskað eftir fjárveitingu til að ráða tvo stuðningsfulltrúa í 80% starf við skólann.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa.

7.Lögreglusamþykkt: Suðurnes

1809017

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum verði samþykkt, með fyrirvara um breytingar á 1. og 35. gr. samþykktarinnar í ljósi sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Bæjarráð leggur einnig til að ekki verði óskað eftir staðfestingu ráðherra á lögreglusamþykktinni fyrr en niðurstaða liggur fyrir um nýtt nafn á sveitarfélaginu þannig að hægt verði að uppfæra greinar 1 og 35 með varanlegu heitu sveitarfélagsins. Nýtt nafn ætti að liggja fyrir á þessu ári.

8.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum: umsókn um tækifærisleyfi. ósk um umsögn

1809046

Erindi frá Félagi húsbílaeigenda.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

9.Halpal slf: umsókn um rekstrarleyfi: veitingastaður í flokki II

1808079

Erindi dags. 27.08.2018.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfisins.

10.Knattspyrnufélagið Víðir: ósk um endurnýjun samnings

1809038

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar.

11.Safnaðarheimilið í Sandgerði: ósk um styrk: orgel

1809039

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um erindið.

12.Námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags

18061401

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

13.Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar

1806408

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við þjónustusamning við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði staðfestur þannig að samningur við skrifstofuna gildi til 30. júní 2019.

14.Dagdvöl aldraðra

1807095

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þjónustusamningur vegna fjögurra rýma á félagsþjónustusvæðinu í dagdvöl í Selinu í Reykjanesbæ verði samþykktur.

15.HS Orka: málþing

1809004

Lagt fram til kynningar.

16.Öldungaráð: fundargerðir 2018

18061410

Fundur stjórnar dags. 03.08.2018.
Bæjarráð felur sviðstjóra að vinna minnisblað til bæjarráðs vegna breytinga á lögum um öldungaráð.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni síðunnar?