Fara í efni

Bæjarráð

6. fundur 29. ágúst 2018 kl. 11:00 - 15:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Hugbúnaður: Launakerfi

1807060

Fyrir liggja tilboð í launakerfi fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi um H3 launakerfi og leggja samninginn fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

2.Taramar:hluthafafundur 2018

1807092

Boðað hefur verið til hluthafafundar í Taramar þann 3. september 2018.
Samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til að sitja hluthafafundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt að sveitarfélagið neyti ekki kaupréttar á auknu hlutafé í félaginu.

3.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Í framhaldi af umræðu um málið í bæjarráði, liggur fyrir minnisblað um næstu skref.
Bæjarráð leggur eftirfarndi til við bæjarstjórn:
Fram fari íbúakosning um val á nafni, ákveðinn verði kjördagur til að framkvæma kosninguna. Kosið verði með hefðbundnum hætti, með kjörseðli á kjörstað. Bæjarráð fái umboð til að halda utan um ferli málsins og framkvæmd, ásamt Kjörstjórn þar sem það á við. Bæjarstjórn feli bæjarráði að halda utan um val á tillögum um nöfn, sem verði kosið um og skili fullmótuðum tillögum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

4.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Umfjöllun um gjaldskrá.
Bæjarstjóra falið að útfæra tillögur til bæjarstjórnar, í samræmi við niðurstöðu bæjarráðs á fundinum.

5.Dagdvöl aldraðra

1807095

Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir dagskrárliðum 5 - 9.
Fyrir liggur minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um dagdvöl fyrir aldraða. Í minnisblaðinu er m.a. lagt til að gengið verði til samninga við Reykjanesbæ um tímabundna þjónustu. Þá er lagt til að skipaður verði vinnuhópur sem kortleggi hvernig best sé fyrir sveitarfélagið að sinna þessari þjónustu í framtíðinni og að fjármagn verði sett í málaflokkinn.
Samþykkt að gengið verði til samninga við Reykjanesbæ um þjónustu vegan dagdvalar, jafnframt er bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að móta vinnuhóp, samkvæmt tillögu í minnisblaðinu.

6.Fjölnotabíll: tillaga að kaupum

1808067

Fyrir liggur tillaga, ásamt greinargerð frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og frístunda-og forvarnafulltrúa, um kaup á fjölnotabifreið fyrir ýmis verkefni sveitarfélagsins.
Samþykkt að visa málinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

7.Lengd viðvera fyrir börn í 5.-10. bekk

1808035

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, þar sem lagt er til að sveitarfélagið setji sér reglur og gjaldskrá um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í 5. -10. bekk. Þá er einnig lagt til að stefnt verði að því að bjóða upp á þjónustuna skólaárið 2018-2019 og sótt verði um framlög vegna lengdrar viðveru til Jöfnunarsjóðs.
Samþykkt að hefja vinnu við undirbúning frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og undmenni, samkvæmt minnisblaðinu.

8.Fjölskyldu- og velferðaráð Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: nefndarmenn

1806965

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, þar sem lagt er til að keyptar verði spjaldtölvur fyrir fulltrúa í Fjölskyldu-og velferðarráði til að tryggja aðgengi að gögnum og öryggi þeirra.
Samþykkt að fela sviðsstjóra að útvega fulltrúum í Fjölskyldu-og velferðarráði spjaldtölvur til afnota. Áhersla lögð á öryggi gagna.

9.Fjölskyldusvið: skipulag frístundadeildar: tillögur

1808064

Minnisblað frá frístunda-og forvarnafulltrúa, með tillögu um ráðningu tómstundafulltrúa.
Afgreiðslu málsins frestað.

10.Framkvæmdaráætlun verklegra framkvæmda 2018

1808043

Einar Friðrik Brynjarsson umhverfi-og tæknifulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir minnisblað frá VSÓ ráðgjöf um stöðu framkvæmda við fráveitu, dælumannvirki og útrás. Þá var farið yfir stöðu einstaka verkefna.
Samþykkt að fela umhverfis-og skipulagssviði að vinna að því að framkvæmdir við fráveitu hefjist sem fyrst.

11.Bæjarstjórn og bæjarráð: fundaráætlun 2018-2019

1806867

Fundaáætlun bæjarráðs september 2018 til júní 2019.
Samþykkt að fundir bæjarráðs samkvæmt fundaáætlun verði kl. 15:00.

12.Fasteignafélag Sandgerðis: fundarboð: aðalfundur 2018

1808071

Boðað er til aðalfundar Fasteignafélags Sandgerðis fimmtudaginn 30. ágúst.
Samþykkt að Ólafur Þór Ólafsson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Fasteignafélags Sandgerðis.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni síðunnar?